„Ég hef alltaf látið umhverfismál mig varða“ Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra og nýr ráðherra umhverfis- og loftslagsmála, segist spenntur fyrir því að takast á við umhverfismál í sínu nýja ráðuneyti. Hann hafi reynslu af málaflokknum eftir utanríkisráðherratíð sína. 28.11.2021 22:47
Svandís er spennt fyrir nýju ráðuneyti en mun sakna þess gamla Svandís Svavarsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra og nýr ráðherra matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar, kveðst spennt fyrir nýju ráðuneyti og sér mörg tækifæri á borði. 28.11.2021 20:53
Dóra Björt og Sævar Ólafsson eiga von á barni Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. 28.11.2021 20:24
Veitti stjórnarmyndunarumboð innan úr glerkassa Milos Zeman, forseti Tékklands, veitti Petr Fiala umboð til ríkisstjórnarmyndunar í dag. Það þurfti hann að gera innan úr glerkassa þar sem hann er smitaður af kórónuveirunni. 28.11.2021 20:11
Virgil Abloh látinn 41 árs að aldri Fatahönnuðurinn Virgil Abloh er látinn eftir þriggja ára baráttu við krabbamein. 28.11.2021 19:40
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28.11.2021 18:51
Gengið sé fram hjá sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi Formenn félaga ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segjast verulega ósáttir með að ítrekað sé gengið fram hjá oddvitum flokksins í Suðurkjördæmi við val á ráðherrum. Stjórnir fulltrúaráða flokksins í kjördæminu eru á sama máli. 28.11.2021 17:49
Hart tekist á um bílaumferð um nýja miðbæ Selfoss Íbúar Selfoss virðast þurfa að búa sig undir harðan ágreining um álitamál sem íbúar Reykjavíkur hafa deilt um í áraraðir, á að leyfa bílaumferð í miðbænum? 27.11.2021 23:25
Vilja 165 milljónir króna fyrir hönnunarhæð á Seltjarnarnesi Kári Knútsson, lýtalæknir og hluthafi í Klínikinni Ármúla, og Erla Ólafsdóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður, hafa sett hæð sína að Unnarbraut 2, Seltjarnarnesi á sölu. Vongóðir kaupendur þurfa að reiða fram 165 milljónir króna, vilji þeir eignast hæðina. 27.11.2021 23:09
Stálheppinn lottóspilari hreppti tæpar 35 milljónir króna Fyrsti vinningur upp á 34,8 milljónir króna gekk út í lottódrætti kvöldsins. Vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. 27.11.2021 22:28