Sæþór vann Baksturskeppnina miklu í Danmörku Sæþór Kristínsson, 29 ára gamall Íslendingur, stóð uppi sem sigurvegari dönsku þáttaraðarinnar Den Store Bagedyst í kvöld. 27.11.2021 20:55
Allir stjórnarflokkar samþykkja áframhaldandi samstarf Fundi Vinstri grænna, þar sem farið var yfir nýjan stjórnarsáttmála, lauk nú rétt fyrir sjö. Sáttmálinn var samþykktur með áttatíu prósent atkvæða. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu sáttmálann fyrr í dag, nánast einróma. 27.11.2021 19:48
Ekkert reyndist að óttast í Leifsstöð Nokkur viðbúnaður lögreglu var við Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrr í kvöld þar sem ferðataska hafði verið skilin eftir. 27.11.2021 19:13
Árekstur tveggja bíla á Suðurgötu Tveir bílar skullu saman við gatnamót Suðurgötu og Hjarðarhaga rétt í þessu. 27.11.2021 18:41
Bretar herða tökin vegna tveggja tilfella Ómíkron Boris Johnson tilkynnti hertar sóttvarnaraðgerðir í Bretlandi á fjölmiðlafundi í dag. Ástæðan er sú að tveir greindust smitaðir af Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar þar í landi í gær. 27.11.2021 18:00
Enginn alvarlega slasaður eftir fimm bíla umferðaróhapp Tólf manns í fimm bifreiðum lentu í umferðaróhappi um tuttugu kílómetra austur af Vík í Mýrdal klukkan rúmlega fjögur í dag. Allir eru flokkaðir „grænir“ að sögn Lögreglunnar á Suðurlandi. 27.11.2021 17:34
Mjólkin hækkar í verði Verðlagsnefnd búvara hefur ákveðið að hækka lágmarksverð sem kúabændur fá fyrir mjólk. Þá hækkar einnig heildsöluverð mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. 26.11.2021 23:48
Varð fyrir sérstökum vonbrigðum með forsætisráðherra Þrír frambjóðendur sem kærðu framkvæmd alþingiskosninganna segja það mikil vonbrigði að alþingi hafi staðfest kjörbréf allra þingmanna í gær. Það sé þó ákveðinn léttir að málinu sé lokið í bili. Einn kærenda segist sérstaklega vonsvikinn með afstöðu forsætisráðherra. 26.11.2021 23:28
Birkir Blær kominn í undanúrslit í Svíþjóð Velgengni Birkis Blæs Óðinssonar í sænska Idol hélt áfram í kvöld og er hann nú kominn í undanúrslit keppninnar. 26.11.2021 22:29
Aron Can söng um að kunna ekki að ríma en Bríet um prumpulykt Tónlistarfólkið var Bríet og Aron Can voru gestir kvöldsins í skemmtiþættinum Stóra sviðið. Þeim var meðal annars gert að synga sín frægustu lög með nýjum og töluvert öðruvísi textum. 26.11.2021 21:59