Allir stjórnarflokkar samþykkja áframhaldandi samstarf Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 19:48 Formenn flokkanna þriggja fagna eflaust áframhaldandi samstarfi. Vísir/Vilhelm Fundi Vinstri grænna, þar sem farið var yfir nýjan stjórnarsáttmála, lauk nú rétt fyrir sjö. Sáttmálinn var samþykktur með áttatíu prósent atkvæða. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu sáttmálann fyrr í dag, nánast einróma. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira