Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Fjögur systkini þurfa ekki að endurgreiða dánarbúi móður sinnar um 200 milljónir króna sem börn látins bróður þeirra kröfðust. Systkinin fengu samanlagt um einum milljarði króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. 11.9.2024 12:06
Arion banki hækkar vexti hressilega Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. 11.9.2024 10:19
Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Nokkurra mánaða bið er eftir að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Ökuskírteinaframleiðsla er að flytjast heim og fyrst um sinn eru plastbirgðir takmarkaðar en skírteini verða framleidd í neyðartilfellum. 10.9.2024 15:02
Hlaupið í rénun Jökulhlaup sem staðið hefur yfir í Skálm undanfarna sólarhringa er í rénun. 10.9.2024 14:05
Nú er of seint að fara í parísarhjólið Unnið er að því að taka parísarhjólið við Miðbakka í Reykjavík niður. Hjólið fékk að standa á bakkanum frá því um miðjan júní en í könnun kom fram að fimmtán prósent landsmanna hyggðust fara hring í hjólinu í sumar. 10.9.2024 13:43
Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag. Albert kemur til landsins og mun gefa skýrslu fyrir dómi. 10.9.2024 13:25
Hinn grunaði í Selfossmálinu er látinn Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður var um að hafa orðið Sofiu Sarmite Kolsenikovu að bana á Selfossi í apríl í fyrra lést í vikunni. Rannsókn málsins verður lokið þrátt fyrir að ljóst sé að ákæra verði ekki gefin út í því. 10.9.2024 11:30
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. 10.9.2024 10:32
Svona var kynning Sigurðar Inga á fjárlagafrumvarpinu Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra boðar til fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 09 í dag. Á fundinum kynnir ráðherra fjárlagafrumvarp fyrir árið 2025. 10.9.2024 08:31
Þjóðverjar herða tökin á landamærum Ríkisstjórn Þýskalands tilkynnti í dag að tímabundið landamæraeftirlit verði tekið upp til þess að stemma stigu við fólksflutningum til landsins og hryðjuverkaógn. 9.9.2024 17:00