Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2025 11:00 Árásirnar voru framdar utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Vísir/Anton Brink Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til fimmtán mánaða skilorðsbundins fangelsi fyrir líkamsárás og sérlega hættulega líkamsárás. Í þeirri seinni stakk hann mann í síðuna með þeim afleiðingum að hann hlaut „langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa.“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur. Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 8. október síðastliðinn, segir að maðurinn, sem nú er 22 ára, hafi verið ákærður fyrir tvö brot, framin aðfaranótt sunnudags í ágúst árið 2021, utandyra við íþróttahús á Seltjarnarnesi. Sló annan og stakk hinn Annars vegar hafi hann veist að ofbeldi að manni, slegið hann með krepptum hnefa í höfuð þannig að hann féll aftur fyrir sig í götuna, með þeim afleiðingum að hann hlaut brot á fjarlæga hluta sveifarbeins vinstri handar, bólgu yfir vinstra kinnbeini og hrufl á hægri hendi. Hins vegar hafi hann í kjölfarið veist með ofbeldi að öðrum manni, slegið hann hnefahöggi í höfuð og stungið hann einu sinni með hnífi í vinstri síðu, með þeim afleiðingum að hann hlaut langan og djúpan gapandi skurð á bakvegg brjóstkassa með seytlandi blæðingu út frá skornum bakbreiðavöðva og einhliða lungnamar. Fyrra brotið varði ákvæði hegningarlaga um líkamsárás en það síðara ákvæði um sérlega hættulega líkamsárás. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðurinn hafi skýlaust játað brota sín og að sannað sé með játningu hans og öðrum gögnum málsins að hann sé sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og eru brot hans séu rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Samkvæmt sakavottorði hafi maðurinn hafi maðurinn í ágúst árið 2021 verið dæmdur til að sæta fangelsi í tvo mánuði fyrir brot gegn valdstjórninni, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til þriggja ára. Þá hafi hann með dómi í nóvember 2022 verið dæmdur til að sæta fangelsi í 30 daga fyrir líkamsárás, en refsingin hafi verið skilorðsbundin til tveggja ára. Um hegningarauka hafi verið að ræða við hinn fyrri dóm. Brot þau sem maðurinn væri sakfelldur fyrir nú hafi verið framin áður en fyrrgreindir dómar féllu og verði honum því dæmdur hegningarauki við þá. Fimmtán mánuðir og 2,1 milljón Við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess maðurinn væri sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir og að við aðra þeirra hafi hættulegu vopni verið beitt. „Á hinn bóginn hefur ákærði játað skýlaust háttsemi sína. Þá er langt um liðið síðan brot ákærða var framið og verður honum ekki kennt um drátt málsins. Var hann einungis 18 ára þegar brotið var framið en er nú orðinn 22 ára og hefur í millitíðinni lokið námi.“ Loks sé um að ræða hegningarauka við fyrri dóma. Þegar litið er til alls þessa sé það niðurstaða dómsins að dæma beri manninn til að sæta fangelsi í fimmtán mánuði. Þyki eftir atvikum mega binda refsinguna skilorði. Þá segir í dóminum að maðurinn greiði þeim sem varð fyrir árásinni 600 þúsund krónur og þeim sem varð fyrir sérstaklega hættulegu árásinni 1,5 milljónir króna. Loks greiði hann allan sakarkostnað, tæplega 800 þúsund krónur.
Dómsmál Seltjarnarnes Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira