Öllum lögum Söngvakeppninnar lekið Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið lekið á netið. Til stóð að afhjúpa lög og keppendur í kvöld. 5.2.2022 11:15
Vegfarendur á Suðurlandi beðnir um að leita skjóls Flestar ökuleiðir á Suðurlandi eru lokaðar eða erfiðar yfirferðar. Vegagerðin biðlar til vegfarenda að bíða í öruggu skjóli til hádegis. 5.2.2022 10:31
Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. 5.2.2022 10:14
Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. 4.2.2022 23:41
Gerðu hlé vegna yfirliðs spyrils Skipta þurfti yfir í auglýsingar í miðri Gettu betur keppni kvöldsins þar sem Kristjana Arnarsdóttir spyrill féll í yfirlið. 4.2.2022 21:27
TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. 4.2.2022 21:05
„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. 4.2.2022 20:11
Senda neyðarkall á starfsfólk Landspítala vegna manneklu Landspítalinn hefur sent út neyðarkall á starfsmenn sína vegna mikillar manneklu vegna Covid-19. Spítalann bráðvantar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á aukavaktir um helgina. 4.2.2022 19:10
Hundahósti orsakast líklega af kórónuveiru Undanfarið hefur dularfullur hósti herjað á hunda á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hafa nú borist vísbendingar um að hóstinn orsakist af hundakórónuveiru. 4.2.2022 18:48
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Umfangsmikil leit stendur enn yfir af lítilli flugvél sem ekkert hefur spurst til í um einn og hálfan sólarhring. Við förum ítarlega yfir aðgerðir dagsins í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá þungamiðju leitarsvæðisins við Þingvallavatn. 4.2.2022 18:00
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti