Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mesta magn fíkniefna sem fundist hefur á Íslandi í einu og sama máli. Tíu hafa verið handteknir og þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna tveggja rannsókna á umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við ítarlega um málið og sjáum það gríðarlega magn fíkniefna sem lögregla hefur lagt hald á.

Nem­endur himin­lifandi á fyrstu vor­há­tíðinni í tvö ár

Skólaslit voru víða í grunnskólum í dag og fögnuðu nemendur því margir að geta haldið út í sumarið. Um fjögur hundruð nemendur í Breiðagerðisskóla voru þeirra á meðal. Eftir að skóla var slitið þar í dag var hverfishátíð haldin á lóð skólans þar sem fjöldi fólks kom saman.

Til­kynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæsta­réttar­dómara

Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi.

Vinstri græn hafi sannað sig sem sú stjórn­mála­hreyfing sem getur vísað veginn

Þingflokksformaður Vinstri grænna - græns framboðs sagði flokkinn hafa sannað sig að vera sú stjórnmálahreyfing sem hefur kjark til að takast á við áskoranir og verkefni, stjórnmálahreyfing sem hikar ekki við samstarf við aðra, sem getur verið í forystu og getur vísað veginn, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis.

Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar

Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Sjá meira