Tilkynnti sjálfur að hann ætlaði að myrða hæstaréttardómara Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 22:52 Lögreglumenn hafa vaktað heimili Brett Kavanaugh síðan í maí þegar umdeildum drögum að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um þungunarrof var lekið. Kevin Dietsch/Getty Images Karlmaður á þrítugsaldri sætir ákæru í Marylandríki í Bandaríkjunum fyrir að hafa reynt að myrða hæstaréttardómarann Brett Kavanaugh í gærkvöldi. Hann hringdi sjálfur í neyðarlínuna og tilkynnti að hann hafi ætlað sér að myrða Kavanaugh og svipta sjálfan sig síðan lífi. Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang. Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Nicholas John Roske sætir nú gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekinn í Washington D.C. laust eftir klukkan eitt í nótt að staðartíma. Hann var handtekinn fyrir utan heimili hins umdeilda hæstaréttardómara Brett Kavanaugh vopnaður skammbyssu, hníf, benslum, piparúða og límbandi. Hann sagði lögreglumönnum sem handtóku hann að munina hafi hann ætlað að nota til brjótast inn til Kavanaugh og myrða hann, að því er segir í frétt AP um málið. Afstaða Kavanaugh til þungunarrofs og skotvopnaeignar hafi hvatt hann áfram Roske sagði ástæðu ætlaðs tilræðisins vera þá að hann væri í uppnámi eftir að drög að dómi hæstaréttar Bandaríkjanna um að ríkjum yrði í sjálfsvald sett hvort þungunarrof yrði áfram löglegt var lekið. Þá sagði hann að hann teldi að Kavanaugh stæði fyrir rýmkaðri skotvopnalöggjöf í landinu, eitthvað sem gremdist honum í ljósi skotárásarinnar í Uvalde í Texas á dögunum. Öryggisverðir sáu til mannsins en aðhöfðust ekkert Alríkislögreglumenn hafa sinnt öryggisgæslu allan sólarhringinn á heimilum allra hæstaréttardómara í Bandaríkjunum síðan hinum umdeildu drögum var lekið í síðasta mánuði, enda hafa þau valdið mikilli reiði í bandarísku samfélagi undanfarið. Tveir þessarra lögreglumanna sáu til Roskes þegar hann steig út úr leigubíl fyrir utan heimili Kavanaugh en virðast ekkert grunsamlegt hafa séð. Það var ekki fyrr en Roske hringdi sjálfur á neyðarlínuna og tilkynnti um áform sín að lögreglumenn voru sendir á vettvang.
Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira