Samþykktu samruna Alvotech og Oaktree Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Þá verður Alvotech skráð á markað í Bandaríkjunum þann 16. júní. 7.6.2022 23:37
Segja ekki rétt að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina Nýr meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir fullyrðingar fyrrverandi bæjarstjóra um að nýr dúkur hafi verið pantaður á Hamarshöllina ekki réttar. 7.6.2022 22:27
Sjö ævintýri um skömm hlaut flestar tilnefningar til Grímunnar Leiksýningin Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson varð hlutskörpust þegar tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlauna í dag með tólf tilnefningar. Fast á hæla hennar kom sýningin 9 Líf eftir Ólaf Egil Egilsson með tíu tilnefningar. 7.6.2022 20:47
Skemma stóð í ljósum logum í Grafarholti Slökkvilið af þremur af fjórum slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu er mætt í Grafarholt þar sem skemma stendur í ljósum logum. 7.6.2022 20:15
Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag. 7.6.2022 19:52
Skilorðsbundið fangelsi fyrir að senda kynferðislegt efni af fyrrverandi Karlmaður var á dögunum dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar sem frestað verður til tveggja ára, haldi hann almennt skilorð. Hann var einnig ákærður fyrir margvísleg meint brot gegn fyrrverandi unnustu sinni, þar á meðal nauðgun, en sýknaður af þeim öllum. 7.6.2022 19:37
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við á fyrsta borgarstjórnarfund kjörtímabilsins og greinum nýjan meirihlutasáttmála. 7.6.2022 18:01
Farþegafjöldi Icelandair áttfaldast milli ára Farþegum Icelandair fjölgaði mikið milli apríl og maí og fjöldi þeirra áttfaldast miðað við sama mánuð í fyrra. 7.6.2022 17:37
Harmar auglýsingavæðingu almannarýmisins Íbúa í Hlíðahverfi er ekki skemmt yfir áformum Reykjavíkurborgar um að setja upp auglýsingaskilti við Klambratún en það væri þriðja slíka skiltið á aðeins tvö hundruð metra kafla meðfram túninu. 3.6.2022 22:31
Þórdís tekin inn í eigendahóp Deloitte Legal Þann 1. júní síðastliðinn var Þórdís Bjarnadóttir lögmaður tekin inn í eigendahóp Deloitte Legal, sem nú samanstendur af 4 eigendum þvert á þjónustulínur lögmannsstofunnar. 3.6.2022 15:26