Meirihluti sveitarfélaga uppfyllti ekki lágmarksviðmið um skuldahlutfall Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi í júní bréf til 43 sveitarfélaga, sem uppfylltu ekki lágmarksviðmið nefndarinnar um skuldahlutfall. Það var gert eftir að nefndin hafði yfirfarið ársreikninga allra sveitarfélaga fyrir árið 2021 fyrir A-hluta eða A- og B-hluta. 6.7.2022 10:27
Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Hluthafafundur félagsins Festi fer fram þann 14. júlí næstkomandi. Upphaflega var einungis eitt mál á dagskrá fundarins en nú hafa tvö bæst við, þar á meðal tillaga um að nafni félagsins verði breytt í Sundrung. 6.7.2022 09:41
Vélarvana bátur dreginn í höfn á Drangsnesi Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bárust upplýsingar um vélarvana bát norðan við Drangsnes á Ströndum um hádegisbil í dag. Nálægum fiskibát tókst að draga bátinn í land með aðstoð stýrimanns þyrlu Landhelgisgæslunnar. 5.7.2022 15:09
Starfsmaður stal 1,7 milljón króna af Bónus Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus. 5.7.2022 14:55
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5.7.2022 14:07
Margrét ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp. 5.7.2022 12:55
Hyggjast stórefla hinsegin fræðslu í Garðabæ Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í morgun að fela fræðslu- og menningarsviði að ganga til viðræðna við Samtökin ’78 um samstarfssamning, með það fyrir augum að stórefla hinsegin fræðslu og meðvitund um hinsegin málefni í sveitarfélaginu. 5.7.2022 11:57
Allir stjórnarmenn Festi tilnefndir til áframhaldandi setu Tilnefningarnefnd Festi hefur skilað inn skýrslu sinni til stjórnar félagsins. 21 bauð sig fram í stjórn og tilnefningarnefnd tilnefnir níu frambjóðendur til stjórnar sem fimm skipa, þar af alla núverandi stjórnarmenn. 5.7.2022 10:25
ÓX fékk Michelin-stjörnu og DILL hélt sinni Tilkynnt var um það rétt í þessu að veitingastaðurinn ÓX á Laugavegi í Reykjavík hefði hlotið hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Veitingastaðurinn DILL hélt sinni stjörnu. 4.7.2022 16:51
Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð. 4.7.2022 14:24