Nokkrum Íslendingum boðið á Michelin-verðlaunaathöfnina Nýr Michelin-leiðarvísir verður kynntur við hátíðlega athöfn í Stafangri í Noregi í dag. Þá kemur í ljós hvaða veitingastaðir á Norðurlöndum hljóta hina eftirsóttu Michelin-stjörnu. Eigendur tveggja íslenskra veitingahúsa hafa fengið boð á athöfnina. 4.7.2022 14:00
Tveir Bretar reyndu að smygla kókaíni til landsins Tveir breskir ríkisborgarar voru dæmdir í hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 270 grömmum af kókaíni til Íslands. 4.7.2022 11:41
Enginn bjór beint frá býli strax en bruggarar brosa sínu breiðasta Lög sem heimila sölu áfengis beint af framleiðslustað smáframleiðenda taka gildi á morgun. Reglugerð sem heimild mun byggja á er ekki tilbúin og því er ljóst að hvorki bjór né vín verður afhent neytendum beint frá brugghúsi á morgun. Reykjavíkurborg er þó þegar byrjuð að undirbúa útgáfu leyfa. 30.6.2022 17:17
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30.6.2022 15:05
Hækka frístundastyrk um helming Borgarráð hefur samþykkt að hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur fyrir hvert barn þann 1. janúar 2023. 30.6.2022 13:29
Enn sanka dansarar úr Reykjanesbæ að sér verðlaunum Dansarar úr Reykjanesbæ virðast ekki geta hætt að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í dansi á Spáni. Í gær vann danspar í eldri flokki til bronsverðlauna. 30.6.2022 11:06
Arnar snýr ekki aftur í World Class Verktakasamningi Arnars Grant hjá líkamsræktarstöðinni World Class hefur verið sagt upp. 30.6.2022 10:43
Margir sagðir vilja í stjórn Festi Allt að þrjátíu eru sagðir hafa áhuga á því að taka sæti í stjórn Festi. Ný stjórn verður kosin á aukahluthafafundi þann 14. júlí næstkomandi. 30.6.2022 10:15
Kolbrúnu sagt upp störfum á Fréttablaðinu Kolbrúnu Bergþórsdóttur hefur verið sagt upp störfum á Fréttablaðinu. Hún segir það ekki hafa komið sér sérstaklega á óvart. 29.6.2022 16:23
RÚV náði ekki sambandi við Pólland og sýnir því ekki landsleikinn Margir hafa eflaust tekið eftir því að lokaleikur kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu fyrir Evrópumeistaramótið er hvergi sjáanlegur. Ástæðan er einföld; tæknilegir örðuleikar. 29.6.2022 14:28
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið