Skipið Zhibek Zholy liggur nú við bryggju í tyrknesku hafnarborginni Karasu að ósk Úkraínumanna. Þeir segja skipið innihalda sjö tonn af korni sem Rússar hafi stolið frá Úkraínu, að því er segir í frétt the Guardian um málið.
Yfirvöld í Karasu segja skipið munu vera í haldi þar til uppruni kornsins hefur verið staðfestur. Það geti þó reynst snúið en úkraínsk yfirvöld hafa beðið tyrknesk að haldleggja kornið svo hægt verði að rannsaka það.
Vasyl Bodnar, sendiherra Úkraínu í Tyrklandi sagði í sjónvarpsviðtali á sunnudag að hann vonaðist til þess að kornið verði gert upptækt. „Við njótum góðs samstarfs. Skipið er nú við höfnina, það hafur verið haldlagt af tollyfirvöldum í Tyrklandi,“ sagði hann.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands segir hins vegar að skipið sé ekki rússnesk þrátt fyrir aðð sigla undir merkjum landsins. Skipið sé raunar í eigu Khazakstan og hafi verið á leið frá Eistlandi til Tyrklands með farm.