Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dvaldi í Leifs­stöð í tvær vikur

Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi.

Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar

Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins.

Vill fá Sólveigu Önnu með sér

Ragnar Þór Ingólfsson hefur lýst því yfir að hann vilji að Sólveig Anna Jónsdóttir verði annar varaforseti Alþýðusambandins. Sjálfur hefur hann gefið kost á sér sem forseti ASÍ.

Bryn­dís býður sig fram á lands­fundi

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi.

Mats­maður leggur mat á 167 milljóna króna þóknun Sveins Andra

Landsréttur féllst nýverið á beiðni þriggja félaga í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar um að matsmaður yrði dómkvaddur til að leggja mat á þóknun Sveins Andra Sveinssonar sem hann fékk fyrir að skipta búi EK1923 ehf. Sveinn Andri fékk tæplega 167 milljónir króna fyrir störf sín sem skiptastjóri.

Hrafn Jökulsson er látinn

Hrafn Jökulsson rithöfundur er látinn, 56 ára að aldri. Hann greindist með krabbamein í hálsi í sumar.

Rússar leyfi sér sið­leysi í stríðs­á­tökum

Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum.

Sjá meira