Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 11:44 Friðrik Jónsson er formaður BHM en einnig sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Stöð 2/Arnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41