Bryndís býður sig fram á landsfundi Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 14:57 Bryndís Haraldsdóttir vill verða ritari Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér í embætti ritara flokksins á landsfundi sem haldinn verður 4. nóvember næstkomandi. „Ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og fer kosning fram á Landsfundi flokksins þann 4. nóvember. Ég tel að reynsla mín af vettvangi sveitastjórna og þings nýtist vel í þessu mikilvæga embætti,“ segir Bryndís í framboðstilkynningu á Facebook. Bryndís hefur setið á þingi síðan 2016, er formaður allsherjar og menntamálanefndar og situr í fjárlaganefnd. Áður hefur hún setið í efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og verið varaforseti þings. „Í þingstörfunum hefur dýrmæt reynsla mín úr sveitarstjórn nýst vel,“ segir Bryndís. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Bryndís er fyrst til að tilkynna um framboð til embættis ritara en því hefur verið velt upp að konur muni slást um embættið í nóvember. Þegar ljóst var að ritarastaðan væri laus voru þær Áslaug Hulda Jónsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir auk Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa nefndar á nafn sem mögulegir frambjóðendur. Síðan þá hefur þó mikið vatn runnið til sjávar. Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég gef kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins og fer kosning fram á Landsfundi flokksins þann 4. nóvember. Ég tel að reynsla mín af vettvangi sveitastjórna og þings nýtist vel í þessu mikilvæga embætti,“ segir Bryndís í framboðstilkynningu á Facebook. Bryndís hefur setið á þingi síðan 2016, er formaður allsherjar og menntamálanefndar og situr í fjárlaganefnd. Áður hefur hún setið í efnahags- og viðskiptanefnd, utanríkismálanefnd og verið varaforseti þings. „Í þingstörfunum hefur dýrmæt reynsla mín úr sveitarstjórn nýst vel,“ segir Bryndís. Staða ritara Sjálfstæðisflokksins hefur verið laus frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var mynduð. Jón Gunnarsson innanríkisráðherra gengdi stöðunni áður en hann tók sæti í ríkisstjórn. Samkvæmt reglum flokksins má ritari ekki eiga sæti í ríkisstjórn. Bryndís er fyrst til að tilkynna um framboð til embættis ritara en því hefur verið velt upp að konur muni slást um embættið í nóvember. Þegar ljóst var að ritarastaðan væri laus voru þær Áslaug Hulda Jónsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri, þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir auk Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa nefndar á nafn sem mögulegir frambjóðendur. Síðan þá hefur þó mikið vatn runnið til sjávar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira