Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hugh Jack­man tekur klærnar af hillunni fyrir Dea­dpool 3

Ryan Reynolds, sem er aðalsprautan í kvikmyndunum um andhetjuna ódrepandi Deadpool, birti rétt í þessu myndskeið þar sem hann staðfestir að Hugh Jackman muni enn einu sinni leika ofurhetjuna vinsælu Wolverine í þriðju kvikmyndinni um Deadpool.

Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdar­verk

Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum.

Þrota­bú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og fé­lögum

Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Evrópuríki gruna Rússa um að hafa sprengt upp göt á Nord Stream gasleiðsluna sem flytur gas frá Rússlandi til Evrópu. Búist er við að Pútín tilkynni á næstum dögum um innlimun úkraínskra héraða sem Rússar hafa náð tökum á. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Notuðu hesta­mennsku sem yfirvarp fyrir kanna­bis­ræktun

Fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir mjög umfangsmikla kannabisræktun á bóndabæ á Suðurlandi. Samkvæmt vitnisburði lögreglunnar átti húsráðandi, sem ekkert vit hafði á kannabisræktun, samskipti við annan höfuðpaur ræktunarinnar með hestamennskudulmáli.

Breska ríkis­út­varpið þekkti ekki Margréti Þór­hildi

Fréttakonu breska ríkisútvarpsins varð á í messunni í gær þegar hún lýsti útsendingu frá móttöku Karls Bretakonungs í tilefni útfarar Elísabetar II Bretadrottningu. Hún þekkti ekki Margréti Þórhildi Danadrottningu í sjón.

Fyrr­verandi þing­maður sér eftir sínum hlut í Lands­dóms­málinu

Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir.

For­maður Presta­fé­lags Ís­lands segir af sér

Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands, hefur tilkynnt að hann muni segja af sér störfum á aukaaðalfundi þann 10. október næstkomandi. Það segist hann munu gera til að lægja öldur sem risið hafa vegna formennsku hans.

Sjá meira