Þrotabú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og félögum Árni Sæberg skrifar 27. september 2022 19:09 Málið er eitt fjölmargra sem höfðuð hafa verið vegna falls Wow air. Vísir/Vilhelm Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað. Ágreiningur þrotabúsins og stjórnarmannanna Skúla, Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlínar Hákonardóttur, Davíðs Mássonar og Basil Ben Baldanza, snerist um kaup Wow air á kaupréttum sem Títan fjárfestingafélag átti vegna kaupleigusamninga sem gerðir höfðu verið um fjórar farþegaþotur. Þrotabúið hélt því fram að stjórnarmennirnir hefðu valdið Wow air tjóni sem svaraði til mismunar á þeirri fjárhæð sem félagið greiddi fyrir kaupréttina og þeirri fjárhæð sem félagið fékk í sinn hlut eftir að hafa nýtt sér kaupréttina og selt þoturnar fjórar. Þrotabúið sagði 8,9 milljónir Bandaríkjadala hafa komið í hlut Wow þegar þoturnar voru seldar Air Canada en að kaupréttir hafi verið keypti á tólf milljónir dala og tapið félagsins því 3,1 milljón dala eða um 450 milljónir króna. Þá taldi þrotabúið einnig að Títan hefði auðgast með óréttmætum hætti á kostnað Wow air um samsvarandi fjárhæð og Wow air hafi tapað vegna viðskiptana með kaupréttina. Kröfðust frávísunar Allir stefndu í málinu höfðu uppi kröfu um frávísun málsins í greinargerðum sínum til dómsins vegna ætlaðrar vanreifunar þrotabúsins á fjártjóni sínu. Héraðsdómu Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu stefndu en færði meðal annars í þingbók þann rökstuðning hvað varðaði ætlaða vanreifun fjártjóns að kröfugerð stefnanda teldist skýr um útreikning dómkröfu hans en gagnaöflun hefði ekki verið lýst lokið í málinu. Yrði málinu ekki vísað frá dómi af þessum sökum við svo búið. Þá skoruðu stefndu Skúli og Títan Fjárfestingafélag á þrotabúið að leggja fram öll gögn sem staðfestu hver hefði í raun verið afrakstur af sölu flugvélanna fjögurra. Lagði ekki fram kaupsamningana Þrátt fyrir áskorun stefndu lagði þrotabúið hvorki fram kaupsamninga við Air Canada né greiðslukvittanir vegna sölu á þotunum fjórum. Þrotabúið lagði þess í stað fram skýrslu sem endurskoðendafyrirtæki hafði unnið fyrir þrotabúið. Í skýrslunni er vakin athygli á því að höfundar hennar hafi ekki séð umrædda kaupsamninga. Þá vísaði þrotabúið til vitnisburðar vitnis, sem verið hafði deildarstjóri fjárstýringar Wow air og starfað hafði fyrir þrotabúið eftir það, þess efnis að kaupverðið hefði verið „einhverjar“ rúmar sjö milljónir bandaríkjadala. Í úrskurði héraðsdóms segir að hvorki framangrein skýrsla né vitnisburðurinn geti komið í stað kaupsamninganna sjálfra eða greiðslukvittana. Ekki næg gögn til að leggja efnisdóm á kröfuna Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það hvíli á stefnanda, þrotabúi Wow air, að leggja sönnur á ætlað tjón sitt og ætlaða óréttmæta auðgun Títans Fjárfestingafélags. Þannig hafi verið brýnt að þrotabúið legði fram kaupsamninga og greiðslukvittanir, enda byggist kröfugerð hans alfarið á útreikningum sem tóku mið af því að hann hefði fengið tiltekna fjárhæð í sinn hlut vegna vélanna fjögurra á grundvelli þessara samninga. „Stefnandi hefur, eins og áður greinir,ekki lagt fram umrædd gögn í málinuog er af fyrirliggjandi gögnum ekki ljóst hvort hann varð fyrir því tjóni sem hann staðhæfir.Að þessu virtu liggja ekki fyrir nægileg gögn til að unnt sé að fella efnisdóm á kröfu hans. Sökum þessarar vanreifunar er óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir í úrskurðarorði að þrotabúið skuli greiða stefndu Skúla Mogensen og Títan Fjárfestingafélagi ehf., hvorum um sig, 2.100.000 krónur í málskostnað, stefndu Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur og Davíð Mássyni, hverju um sig, 1.400.000 krónur í málskostnað og stefnda Basil Ben Baldanza 4.200.000 krónur í málskostnað. Þá greiði þrotabúið fimm réttargæslustefndu, tryggingarfélögum stefndu, 300.000 krónur, hvoru um sig, í málskostnað. Heildarmálskostnaður þrotabúsins er því 14,1 milljón. WOW Air Dómsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ágreiningur þrotabúsins og stjórnarmannanna Skúla, Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlínar Hákonardóttur, Davíðs Mássonar og Basil Ben Baldanza, snerist um kaup Wow air á kaupréttum sem Títan fjárfestingafélag átti vegna kaupleigusamninga sem gerðir höfðu verið um fjórar farþegaþotur. Þrotabúið hélt því fram að stjórnarmennirnir hefðu valdið Wow air tjóni sem svaraði til mismunar á þeirri fjárhæð sem félagið greiddi fyrir kaupréttina og þeirri fjárhæð sem félagið fékk í sinn hlut eftir að hafa nýtt sér kaupréttina og selt þoturnar fjórar. Þrotabúið sagði 8,9 milljónir Bandaríkjadala hafa komið í hlut Wow þegar þoturnar voru seldar Air Canada en að kaupréttir hafi verið keypti á tólf milljónir dala og tapið félagsins því 3,1 milljón dala eða um 450 milljónir króna. Þá taldi þrotabúið einnig að Títan hefði auðgast með óréttmætum hætti á kostnað Wow air um samsvarandi fjárhæð og Wow air hafi tapað vegna viðskiptana með kaupréttina. Kröfðust frávísunar Allir stefndu í málinu höfðu uppi kröfu um frávísun málsins í greinargerðum sínum til dómsins vegna ætlaðrar vanreifunar þrotabúsins á fjártjóni sínu. Héraðsdómu Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu stefndu en færði meðal annars í þingbók þann rökstuðning hvað varðaði ætlaða vanreifun fjártjóns að kröfugerð stefnanda teldist skýr um útreikning dómkröfu hans en gagnaöflun hefði ekki verið lýst lokið í málinu. Yrði málinu ekki vísað frá dómi af þessum sökum við svo búið. Þá skoruðu stefndu Skúli og Títan Fjárfestingafélag á þrotabúið að leggja fram öll gögn sem staðfestu hver hefði í raun verið afrakstur af sölu flugvélanna fjögurra. Lagði ekki fram kaupsamningana Þrátt fyrir áskorun stefndu lagði þrotabúið hvorki fram kaupsamninga við Air Canada né greiðslukvittanir vegna sölu á þotunum fjórum. Þrotabúið lagði þess í stað fram skýrslu sem endurskoðendafyrirtæki hafði unnið fyrir þrotabúið. Í skýrslunni er vakin athygli á því að höfundar hennar hafi ekki séð umrædda kaupsamninga. Þá vísaði þrotabúið til vitnisburðar vitnis, sem verið hafði deildarstjóri fjárstýringar Wow air og starfað hafði fyrir þrotabúið eftir það, þess efnis að kaupverðið hefði verið „einhverjar“ rúmar sjö milljónir bandaríkjadala. Í úrskurði héraðsdóms segir að hvorki framangrein skýrsla né vitnisburðurinn geti komið í stað kaupsamninganna sjálfra eða greiðslukvittana. Ekki næg gögn til að leggja efnisdóm á kröfuna Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að það hvíli á stefnanda, þrotabúi Wow air, að leggja sönnur á ætlað tjón sitt og ætlaða óréttmæta auðgun Títans Fjárfestingafélags. Þannig hafi verið brýnt að þrotabúið legði fram kaupsamninga og greiðslukvittanir, enda byggist kröfugerð hans alfarið á útreikningum sem tóku mið af því að hann hefði fengið tiltekna fjárhæð í sinn hlut vegna vélanna fjögurra á grundvelli þessara samninga. „Stefnandi hefur, eins og áður greinir,ekki lagt fram umrædd gögn í málinuog er af fyrirliggjandi gögnum ekki ljóst hvort hann varð fyrir því tjóni sem hann staðhæfir.Að þessu virtu liggja ekki fyrir nægileg gögn til að unnt sé að fella efnisdóm á kröfu hans. Sökum þessarar vanreifunar er óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Þá segir í úrskurðarorði að þrotabúið skuli greiða stefndu Skúla Mogensen og Títan Fjárfestingafélagi ehf., hvorum um sig, 2.100.000 krónur í málskostnað, stefndu Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur og Davíð Mássyni, hverju um sig, 1.400.000 krónur í málskostnað og stefnda Basil Ben Baldanza 4.200.000 krónur í málskostnað. Þá greiði þrotabúið fimm réttargæslustefndu, tryggingarfélögum stefndu, 300.000 krónur, hvoru um sig, í málskostnað. Heildarmálskostnaður þrotabúsins er því 14,1 milljón.
WOW Air Dómsmál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira