Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sneri við sakfellingu stjúpmóður fyrir mansal

Landsréttur sneri á föstudag löngum fangelsisdómi héraðsdóms yfir konu fyrir mansal með því að hafa neytt þrjú stjúpbörn sín til nauðungarvinnu. Málið var það fyrsta í rúman áratug þar sem sakfellt var fyrir mansal.

Bollu­sæl­keri hefur smakkað tugi rjóma­bolla í dag

Bolludagurinn er í dag og landsmenn eflaust flestir gætt sér á rjómabollu í tilefni dagsins. Fáir hafa þó líklega fagnað deginum jafnákaft og ungur maður í Hafnarfirði. Hann er mikill bollusælkeri og réðst í það verkefni í dag að smakka sem allra flestar bollur.

Þrír í á­fram­haldandi gæslu­varð­haldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna

Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið.

Verk­falls­boðanir sam­þykktar

Verkfallsboðanir Eflingarfélaga í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum voru samþykktar með nokkuð afgerandi meirihluta.

Annar öflugur skjálfti á landa­mærum Tyrk­lands og Sýr­lands

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir á landamærum Tyrklands og Sýrlands fyrir skömmu. Aðeins tvær vikur eru frá því að skjálfti af stærðinni 7,8 skók svæðið með þeim afleiðingum að 47.000 hafa látist og gríðarlegur fjöldi mannvirkja jafnaðist við jörðu. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Verði tillaga um verkbann Samtaka atvinnulífsins að veruleika verður það umfangsmesta verkbann sögunnar hér á landi og mun taka til ríflega tuttugu þúsund manna. Framkvæmdastjóri samtakanna segir um varnaðaraðgerð að ræða og telur að það verði samþykkt. Við fjöllum nánar um málið og ræðum við formann Eflingar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur forseti ASÍ til okkar í settið og fer yfir þessa fordæmalausu stöðu.

Stað­festa að hin látna er Bull­ey

Lík sem fannst í ánni Wyre í Lancashire á Englandi í gær er lík Nicola Bulley, tveggja barna móður sem hvarf sporlaust þann 27. janúar síðastliðinn.

Gulum við­vörunum fjölgar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar.

Sjá meira