Gulum viðvörunum fjölgar Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 12:59 Búast má við talsverðri snjókomu og roki á höfuðborgarsvæðinu dag, sem og víðar. Vísir/Vilhelm Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Faxaflóa, Suðurland og Miðhálendið. Þegar höfðu verið gefnar út viðvaranir fyrir Suðausturland og Austfirði vegna lægðar. Nokkuð djúp lægð gengur inn á landið sunnanvert í dag og fer síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Suðausturlandi og klukkan 21 á Austfjörðum. Svo virðist sem lægðin ætli að hafa áhrif vestar á landinu og Veðurstofan hefur bætt í fjölda gulra viðvarana. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til klukkan 20 í kvöld. Þar er norðvestan hvassviðri með vindhraða á bilinu fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, norðantil í fyrstu, en síðar á öllu svæðinu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 15 og gildir til klukkan 21. Á Miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 18 í kvöld og gildir allt til klukkan 07 í fyrramálið. Þar verður vestan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, 35 til 40 metrum á sekúndu. Einnig má búast við talsverðri snjókomu með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Versnandi akstursskilyrði og slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Sjá meira
Nokkuð djúp lægð gengur inn á landið sunnanvert í dag og fer síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gular viðvaranir taka gildi klukkan 16 á Suðausturlandi og klukkan 21 á Austfjörðum. Svo virðist sem lægðin ætli að hafa áhrif vestar á landinu og Veðurstofan hefur bætt í fjölda gulra viðvarana. Á Faxaflóa tók gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til klukkan 20 í kvöld. Þar er norðvestan hvassviðri með vindhraða á bilinu fimmtán til tuttugu metrum á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi, norðantil í fyrstu, en síðar á öllu svæðinu. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar. Á Suðurlandi verður vestan hvassviðri eða stormur með vindhraða á bilinu 18 til 23 metrar á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum til fjalla í fyrstu en síðar á öllu svæðinu. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir eru líklegar. Gul viðvörun tekur gildi klukkan 15 og gildir til klukkan 21. Á Miðhálendinu tekur gul viðvörun gildi klukkan 18 í kvöld og gildir allt til klukkan 07 í fyrramálið. Þar verður vestan stormur eða rok með vindhraða á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu. Búast má við mjög hvössum vindstrengjum við fjöll, 35 til 40 metrum á sekúndu. Einnig má búast við talsverðri snjókomu með skafrenningi og mjög lélegu skyggni. Versnandi akstursskilyrði og slæmt ferðaveður. Aðstæður fyrir ferðamenn geta verið varhugaverðar eða hættulegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám
Veður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Lægð yfir Vesturlandi stjórnar veðrinu Rigning og súld í dag Vaxandi norðaustanátt og gular viðvaranir taka gildi Sjá meira