Segir Guðrúnu gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2023 14:22 Guðrún og Sonja Ýr tókust á í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir þingmann Sjálfstæðisflokksins gera lítið úr opinberum starfsmönnum með orðræðu sinni um of mikinn fjölda þeirra og of háan launakostnað hins opinbera. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan: Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, og Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust hart á hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun. Sonja Ýr vitnaði í ræðu Guðrúnar á dögunum þegar hún sagði það versta við að vera sest á þing vera að verða opinber starfsmaður. Þá bendir Sonja Ýr á að Guðrún verði brátt yfirmaður fjölda opinberra starfsmanna og spyr hvernig þeir eigi að taka orðræðu hennar. „Það er óvenjulegt fyrir manneskju eins og mig að vera allt í einu komin í starf þar sem almenningur í landinu borgar launin mín. Ég er allt í einu á framfæri annarra en minnar sjálfrar, og það fannst mér athyglisvert. Athyglisverð umbreyting í minni tilveru. En það er ekki hægt að skilja orð mín, eins og ég lét þau falla á þessum fundi, né heldur nú, að ég sé að gera lítið úr störfum opinberra starfsmanna. Þeir sem vilja túlka orð mín með þeim hætti, þeir verða að eiga það við sig sjálfir,“ svarar Guðrún. Ósammála um fjölgun opinberra starfsmanna Guðrún segir að starfsmönnum á opinberum markaði hafi fjölgað um 21 prósent á síðustu sex árum en á sama tíma hafi fjöldi starfsmanna á hinum almenna markaði aðeins aukist um þrjú prósent. „Þetta er náttúrlega ekki rétt. Við getum farið aftur til ársins 2003 ef við skoðum tölur Hagstofunnar út frá því hver hlutföllin eru, það er að segja hversu margir starfa hjá hinu opinbera og hversu margir starfa á almennum vinnumarkaði, þau hafa verið sirka þau sömu allt þetta tímabil. Þá um þrjátíu prósenta sem starfa á opinberum vinnumarkaði. Hjá ríki og sveitarfélögum og svo þá þeim fyrirtækjum sem falla þar undir og sjötíu prósent á almennum vinnumarkaði. Það hefur ekki breyst,“ segir Sonja Ýr. Rökræður þeirra Guðrúnar og Sonju Ýrar má heyra í spilaranum hér að neðan:
Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira