Fá ekki að mæta á verðlaunaafhendingu vegna ógnar við almenning Rússneskum fréttamanni og fjölskyldu hans hefur verið meina að mæta á afhendingarathöfn Bafta verðlaunanna. Lögregluyfirvöld í Bretlandi telja að almenningi myndi stafa ógn af mætingu hans þar sem hann er eftirlýstur af yfirvöldum í Rússlandi. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir umfjöllun sína um Alexei Navalní. 19.2.2023 12:22
Kjaramálin og opinberir starfsmenn Haukur Skúlason sem fer fyrir Indó, nýja sparisjóðnum, sem ætlar í slag við hákarlana á fjármálamarkaði mætir og lýsir fegurð smæðarinnar sem einhver myndi telja að gengi þvert á hagkvæmni stærðarinnar. Þetta og margt fleira á Sprengisandi í dag. 19.2.2023 09:30
Maðurinn sem leitað var er fundinn Sjötugur karlmaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, er fundinn heill á húfi. 19.2.2023 08:53
Sex ákærðir eftir að átján flóttamenn fundust látnir í sendiferðabíl Saksóknari í Búlgaríu hefur ákært sex manns fyrir mansal eftir að átján afganskir flóttamenn fundust látnir aftan í sendiferðabíl í nágrenni við Sófíu. 52 flóttamönnum hafði verið troðið í sendiferðabílinn „eins og í sardínudós,“ að sögn saksóknara. 19.2.2023 08:23
Enn ein lægðin nálgast landið Ört dýpkandi lægð nálgast landið úr suðvestri. Spár gera ráð fyrir að miðja lægðarinnar verði yfir Þorlákshöfn upp úr hádegi, en fari síðan í aust-norð-austur til Austfjarða. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðausturland og Austfirði. 19.2.2023 07:40
Von er á tilkynningu á sjötta tímanum Von er á tilkynningu frá settum ríkissáttasemjara varðandi samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri SA er aftur kominn á kreik og hefur tekið þátt í fundarhöldum dagsins. 18.2.2023 14:55
Engar eignir fundust í þrotabúi 24 miðla Skiptum er lokið á þrotabúi 24 miðla ehf., sem hélt um skamma hríð úti fréttavefnum 24 - þínar fréttir. Engar eignir fundust upp í ríflega níu milljóna króna kröfur. 18.2.2023 14:04
Ekkert fékkst upp í 228 milljóna króna kröfur Skiptum er lokið á þrotabúi JL Holding ehf.. Lýstar kröfur í búið námu rétt tæplega 228 milljónum króna en ekkert fékkst upp í þær. Félagið var í eigu Margrétar Ásgeirsdóttur fjárfestis og var stofnað utan um hótelrekstur í JL-húsinu við Hringbraut. 18.2.2023 12:35
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug inn í lofthelgi Japana Norður-Kóreumenn skutu langdrægri eldflaug í hafið við Vesturströnd Japans í morgun. Í gær vöruðu þeir nágranna sína til Suðurs og Bandaríkjamenn við því að þeir myndu bregðast harkalega við æfingum herja þjóðanna tveggja á næstu dögum. 18.2.2023 11:59
Atsu fannst látinn í rústum Ganverski knattspyrnumaðurinn Christian Atsu hefur fundist látinn í rústum heimilis síns í Tyrklandi. Hans hafði verið saknað frá því að jarðskjálfti skók stóran hluta Tyrklands og Sýrlands þann 6. febrúar síðastliðinn. 18.2.2023 08:48