Hæglætisveður framan af en lægð á morgun Fremur hægri breytilegri átt og bjartviðri er spáð í dag víðast hvar en lítilsháttar éli á norðanverðu landinu fram yfir hádegi. Þó má gera ráð fyrir vaxandi suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, tíu til fimmtán metrum á sekúndu undir kvöld með snjókomu eða slyddu af og til. Á morgun er gert ráð fyrir því að lægðarmiðja gangi yfir hluta landsins. 18.2.2023 08:30
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18.2.2023 08:05
Fór húsavillt og kallað var til lögreglu Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt. 18.2.2023 07:24
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. 17.2.2023 22:18
Sex skotin til bana í smábæ Sex létust í röð skotárása í smábænum Arkabutla í Mississippi í Bandaríkjunum í dag. Einn hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðið. 17.2.2023 21:27
Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. 17.2.2023 20:52
Fangelsisdómur fyrir brot gegn vistmanni sambýlis staðfestur Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða langan fangelsisdóm yfir manni sem tók myndskeið af fötluðum vistmanni sambýlis handleika ber kynfæri sín. Maðurinn, sem starfaði á sambýlinu, var sömuleiðis dæmdur fyrir hótun gagnvart samstarfsmanni sem hann sendi myndskeiðið. 17.2.2023 20:12
Landsbankinn hækkar líka vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka bæði út- og innlánavexti eftir 0,5 prósentustiga stýrivaktahækkun Seðlabankans. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir tilkynntu einnig vaxtahækkun í dag. 17.2.2023 18:49
Eiginlegar kjarasamningsviðræður hafnar Settur ríkissáttasemjari segir góðan tón vera í samningsaðilum í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að samninganefndirnar hafi hafið eiginlega vinnu við gerð nýs kjarasamnings. 17.2.2023 18:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Nágrannar áfangaheimilis í Vatnagörðum, þar sem mikill eldur kviknaði í morgun, höfðu lengi haft áhyggjur af brunavörnum og tilkynnt þær til Slökkviliðsins. Það sæti furðu að reka megi áfangaheimili í skrifstofuhúsnæði. Við sjáum myndir frá eldsvoðanum og ræðum við slökkvilið og íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2 17.2.2023 18:01