Daniel Ellsberg er á dánarbeðinum Daniel Ellsberg, einn mesti örlagavaldur í bandarískri stjórnmálasögu, er með ólæknandi krabbamein í brisi og er talinn eiga um hálft ár eftir ólifað. 3.3.2023 19:00
Fær bætur eftir að hafa hrasað um lista og dottið niður stiga Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða manni bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2019. Maðurinn var við vinnu á gistiheimili nokkru þegar hann hrasaði um állista sem komið hafði verið fyrir samskeytum efsta þreps og gólfs á efri hæð gistiheimilisins. 3.3.2023 18:31
Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðningsmann United Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 3.3.2023 14:37
Boðar deiluaðila á fund: Verkbanni frestað um fjóra daga Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hefur boðað samninganefndir á fund sinn í Karphúsinu í kvöld. Efni fundarins er möguleg ný miðlunartillaga en verkbanni SA hefur verið frestað um fjóra daga. 27.2.2023 11:45
Jóhannes Þór vill í stjórn Samtakanna '78 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í kjöri til stjórnar Samtakanna '78. Hann segir að bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks hafi vakið hjá sér brennandi þörf til að leggja sitt af mörkum í baráttunni. 27.2.2023 11:19
Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. 27.2.2023 10:09
Everything Everywhere All At Once ótvíræður sigurvegari SAG Verðlaunahátíð Stéttarfélags bandarískra leikara (SAG) var haldin í gærkvöldi. Leikhópur kvikmyndarinnar Everything Everywhere All At Once fór með sigur af hólmi með því að vinna til ferna verðlauna. 27.2.2023 08:38
Handtekinn fyrir líkamsárás og reyndist eftirlýstur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir og nokkuð af innbrotum. Einn gerandi líkamsárásar reyndist eftirlýstur. 27.2.2023 06:45
Ungi maðurinn er aftur fundinn Átján ára karlmaður sem lögreglan lýsti eftir í tvígang í gærkvöldi er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27.2.2023 06:24
Hefur fulla trú á að samningar náist Forseti ASÍ segir verkbann sem Samtök atvinnulífsins boða vera aðgerðir sem muni hafa gríðarlega mikil áhrif á samfélagið. Hann segir að honum lítist ekkert á það hvert kjaradeila SA og Eflingar er komin en að hann hafi þó fulla trú á að hægt verði að landa samningum. 20.2.2023 23:17