Kallar eftir viðbrögðum stjórnarliða við „efnahagslegum glæp“ Árni Sæberg skrifar 27. febrúar 2023 10:09 Sólveig Anna er ekki sátt með þögnina í Stjórnarráðinu. Vísir Formaður Eflingar segir yfirvofandi verkbann Samtaka atvinnulífsins gagnvart Eflingafélögum vera grófan og skelfilegan efnahagslegan glæp. Hann segir magnað að enginn úr liði ríkisstjórnarinnar hafi neitt að segja um málið. „Á fimmtudaginn rennur upp nýr kafli í sögu landsins. Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í færslu, sem hún birti á Facebook nú í morgunsárið. Hún segir að í stað þess að mæta kröfum Eflingar af sanngirni, vilji aðildarfélög SA, sem hún kallar íslenska auðstétt, beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim. „Svo mikið kappsmál er það SA að tryggja að ekkert raski aðgangi stjóranna að vinnuafli á niðursettu verði að verkbann á vinnuafl höfuðborgarsvæðisins er betri tilhögun en að gera kjarasamning við Eflingu, langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu.“ Gagnrýnir stjórnarliða fyrir að þaga þunnu hljóði Sólveig Anna segir það vera magnaða staðreynd að enginn úr ríkisstjórninni hafi brugðist opinberlega við fyrirhuguðu verkbanni. „Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir breytingum á vinnulöggjöf, vegna vanmáttar hennar gagnvart því að deiluaðilar neiti að afhenda kjörskrár svo unnt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur ríkissáttasemjara, eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Taka árásinni ekki þegjandi og hljóðalaust Sólveig Anna lýsti því yfir í aðsendri grein hér á Vísi í morgun að hún myndi boða til aðgerða á fimmtudag, fari verkbann SA fram. Hún ítrekar það í færslunni á Facebook. „Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli,“ segir hún. Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
„Á fimmtudaginn rennur upp nýr kafli í sögu landsins. Þá ætla Samtök atvinnulífsins að ráðast á félagsfólk Eflingar með fordæmalausri heift og tryllingi vegna þess að forysta SA getur ekki gert kjarasamning við Eflingu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í færslu, sem hún birti á Facebook nú í morgunsárið. Hún segir að í stað þess að mæta kröfum Eflingar af sanngirni, vilji aðildarfélög SA, sem hún kallar íslenska auðstétt, beita 20.609 einstaklinga grófu efnahagslegu ofbeldi og reka fólk launalaust heim. „Svo mikið kappsmál er það SA að tryggja að ekkert raski aðgangi stjóranna að vinnuafli á niðursettu verði að verkbann á vinnuafl höfuðborgarsvæðisins er betri tilhögun en að gera kjarasamning við Eflingu, langstærsta félag verka og láglaunafólks á landinu.“ Gagnrýnir stjórnarliða fyrir að þaga þunnu hljóði Sólveig Anna segir það vera magnaða staðreynd að enginn úr ríkisstjórninni hafi brugðist opinberlega við fyrirhuguðu verkbanni. „Enginn hefur neitt út á það að setja að ráðast skuli að fólkinu sem knýr hér áfram hagvöxtinn, heldur öllu gangandi, greiðir skatta, svo að stjórnmálastéttin geti lifað í vellystingum. Ekki orð. Annað en röfl fáfræðingsins um að ekkert sé nauðsynlegra en að breyta vinnulöggjöfinni svo að treysta megi í sessi einræðisstöðu ríkissáttasemjara. Hefur hnignun stjórnmálanna nokkru sinni verið jafn hræðilega ljós og nú?“ spyr Sólveig Anna. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir breytingum á vinnulöggjöf, vegna vanmáttar hennar gagnvart því að deiluaðilar neiti að afhenda kjörskrár svo unnt sé að efna til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögur ríkissáttasemjara, eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Taka árásinni ekki þegjandi og hljóðalaust Sólveig Anna lýsti því yfir í aðsendri grein hér á Vísi í morgun að hún myndi boða til aðgerða á fimmtudag, fari verkbann SA fram. Hún ítrekar það í færslunni á Facebook. „Ef að einhver manneskja heldur að Efling ætli að taka árás SA þegjandi og hljóðalaust þá er það mikill misskilningur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sýna og sanna að við höfnum ofríki auðvaldsins og getuleysi stjórnmálanna. Við munum aldrei gefast upp fyrir ofbeldi og ógnarstjórn. Við munum berjast gegn glæpsamlegu verkbanni SA af öllu afli,“ segir hún.
Kjaraviðræður 2022-23 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00 Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01 „Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Sakar SA um gerræði og boðar aðgerðir gegn verkbanni Formaður Eflingar sakar Samtök atvinnulífsins um gerræðislegar hótanir með verkbanni á félagsmenn þess. Efling ætlar að boða til aðgerða til að mótmæla verkbanninu þegar það tekur gildi á fimmtudag. 27. febrúar 2023 07:00
Skýrt að taka þurfi vinnulöggjöfina til skoðunar Ríkisstjórnin ætlar ekki að beita sér með beinum hætti í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eins og staðan er nú en ætlar að fylgjast vel með framvindunni. Ráðherrar telja vinnumarkaðslöggjöf í óvissu eftir feril miðlunartillögu ríkissáttasemjara. 21. febrúar 2023 23:01
„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. 24. febrúar 2023 21:36