Ók á 170 á stolnum bíl Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Lögregla veitti manninum eftirför í mikilli umferð og hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 9.4.2023 07:21
Fréttakviss vikunnar: Forsetaframbjóðendur, nikótínneysla og fleira Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 8.4.2023 07:00
Öll tilboð í nýja Hamarshöll talin of há Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á dögunum að hafna öllum tilboðum sem bárust í byggingu nýrrar Hamarshallar. Ástæðan er sögð sú að öll tilboð sem bárust hafi verið of há, að teknu tilliti til fjárhagsáætlunar bæjarins. 7.4.2023 15:49
Strokukengúra hoppar laus um Jótland Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins. 7.4.2023 10:45
Krufningu lokið og kæra líkleg Krufningu fimm kettlinga, sem fundust dauðir í læk á Eskifirði í byrjun mars, er lokið og líklegt er að Matvælastofnun kæri málið til lögreglu. 7.4.2023 09:40
Páskagular viðvaranir eftir hádegi Gular veðurviðvaranir verða í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu muni stjórna veðrinu um páskana. 7.4.2023 08:46
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7.4.2023 08:23
Fannst meðvitundarlaus eftir líkamsárás í Breiðholti Töluverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, líkt og búast mátti við kvöldið fyrir almennan frídag. Meðal verkefna sem lögreglan sinnti var tilkynning um meðvitundarlausan mann í Breiðholti. Sá kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás og var með sjáanlega áverka. 7.4.2023 07:47
Fjármálaráðherra Thatcher og pabbi Nigellu látinn Nigel Lawson, fjármálaráðherra og áhrifamaður í ríkisstjórn Margaret Thatcher, er látinn 91 árs að aldri. Hann var einni faðir sjónvarpskokksins sívinsæla Nigellu Lawson. 3.4.2023 23:23
Stofnuðu Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins eftir tveggja ára undirbúning Í dag var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning. Markaðsstofan verður áfangastaðastofa fyrir höfuðborgarsvæðið allt og stofnendur eru Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins. 3.4.2023 22:48