Páskagular viðvaranir eftir hádegi Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 08:46 Allhvasst og blautt verður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir verða í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu muni stjórna veðrinu um páskana. Í dag má búast við nokkuð hvassri suðaustanátt og að slái í storm suðvestanlands. Þess vegna hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 og gildi til klukkan 19. Þar megi búast við suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Á Suðurlandi megi gera ráð fyrir suðaustan stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu og vindkviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu, hvassast við ströndina. Þar verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 18:30 og varasamt ferðaveður. Á Faxaflóa verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 19. Þar verður suðaustan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt ferðaveður. Hvessir aftur á páskadag Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði milt í veðri. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi, þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hins vegar sé áfram útlit fyrir lægð og suðaustanátt á páskasunnudag með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða. Veðurhorfur næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s. Þurrt að kalla norðanlands, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag (páskadagur): Gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt. Rigning, einkum um landið suðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti 4 til 12 stig. Dregur úr vindi um kvöldið. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en slydda austantil á þriðjudag. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Líklega norðlæg átt og úrkomulítið. Veður Tengdar fréttir Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Sjá meira
Í dag má búast við nokkuð hvassri suðaustanátt og að slái í storm suðvestanlands. Þess vegna hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 og gildi til klukkan 19. Þar megi búast við suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Á Suðurlandi megi gera ráð fyrir suðaustan stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu og vindkviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu, hvassast við ströndina. Þar verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 18:30 og varasamt ferðaveður. Á Faxaflóa verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 19. Þar verður suðaustan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt ferðaveður. Hvessir aftur á páskadag Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði milt í veðri. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi, þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hins vegar sé áfram útlit fyrir lægð og suðaustanátt á páskasunnudag með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða. Veðurhorfur næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s. Þurrt að kalla norðanlands, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag (páskadagur): Gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt. Rigning, einkum um landið suðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti 4 til 12 stig. Dregur úr vindi um kvöldið. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en slydda austantil á þriðjudag. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Líklega norðlæg átt og úrkomulítið.
Veður Tengdar fréttir Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Sjá meira
Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50