Páskagular viðvaranir eftir hádegi Árni Sæberg skrifar 7. apríl 2023 08:46 Allhvasst og blautt verður á höfuðborgarsvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm Gular veðurviðvaranir verða í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að alldjúp og hægfara lægð suðvestur af landinu muni stjórna veðrinu um páskana. Í dag má búast við nokkuð hvassri suðaustanátt og að slái í storm suðvestanlands. Þess vegna hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 og gildi til klukkan 19. Þar megi búast við suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Á Suðurlandi megi gera ráð fyrir suðaustan stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu og vindkviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu, hvassast við ströndina. Þar verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 18:30 og varasamt ferðaveður. Á Faxaflóa verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 19. Þar verður suðaustan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt ferðaveður. Hvessir aftur á páskadag Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði milt í veðri. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi, þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hins vegar sé áfram útlit fyrir lægð og suðaustanátt á páskasunnudag með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða. Veðurhorfur næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s. Þurrt að kalla norðanlands, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag (páskadagur): Gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt. Rigning, einkum um landið suðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti 4 til 12 stig. Dregur úr vindi um kvöldið. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en slydda austantil á þriðjudag. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Líklega norðlæg átt og úrkomulítið. Veður Tengdar fréttir Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Sjá meira
Í dag má búast við nokkuð hvassri suðaustanátt og að slái í storm suðvestanlands. Þess vegna hafa gular veðurviðvaranir verið gefnar út. Á vef Veðurstofu Íslands segir að gul viðvörun taki gildi á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15 og gildi til klukkan 19. Þar megi búast við suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og fólk er hvatt til að tryggja lausamuni. Á Suðurlandi megi gera ráð fyrir suðaustan stormi, 15 til 25 metrum á sekúndu og vindkviðum yfir þrjátíu metrum á sekúndu, hvassast við ströndina. Þar verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 18:30 og varasamt ferðaveður. Á Faxaflóa verður gul viðvörun í gildi á milli klukkan 14 og 19. Þar verður suðaustan stormur, 18 til 25 metrar á sekúndu og vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Varasamt ferðaveður. Hvessir aftur á páskadag Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun verði milt í veðri. Suðaustan kaldi eða stinningskaldi, þurrt norðanlands og bjart með köflum, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hins vegar sé áfram útlit fyrir lægð og suðaustanátt á páskasunnudag með rigningu syðra en lítilli sem engri úrkomu norðan heiða. Veðurhorfur næstu daga: Á laugardag: Suðaustan 8-15 m/s. Þurrt að kalla norðanlands, annars skúrir en rigning suðaustantil. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag (páskadagur): Gengur í allhvassa eða hvassa austan- og suðaustanátt. Rigning, einkum um landið suðaustanvert, en yfirleitt þurrt á Vestfjörðum og Norðurlandi. Hiti 4 til 12 stig. Dregur úr vindi um kvöldið. Á mánudag (annar í páskum) og þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum eða skúrir, en slydda austantil á þriðjudag. Heldur kólnandi. Á miðvikudag: Breytileg átt og dálítil rigning eða slydda í flestum landshlutum. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn. Á fimmtudag: Líklega norðlæg átt og úrkomulítið.
Veður Tengdar fréttir Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Fleiri fréttir Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Sjá meira
Ekki gott fyrir þá sem ætluðu á skíði um páskana Búist er við nokkuð djúpri lægð á föstudaginn langa með tilheyrandi vindhraða og úrkomu. Veðurfræðingur mælir með því að fólk ferðist frekar á skírdag en á föstudaginn langa og segir veðurspána ekki hagstæða fyrir þá sem ætluðu að renna sér á skíðum um páskana. 3. apríl 2023 18:50