Lumbraði á löggu í ölæði Karlmaður á Austurlandi hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að kýla lögregluþjón. 16.6.2023 12:14
Flugstjóri Icelandair fylgdi ekki leiðbeiningum Flugvél Icelandair hafði ekki verið lagt almennilega í stæði á Heathrow flugvelli í Bretlandi þegar vængur flugvélar Korean air rakst í hliðarstýri á stéli flugvélarinnar. Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í Bretlandi segir að skortur á leiðsögn á flugvellinum vegna manneklu hafi einnig átt þátt í óhappinu. 16.6.2023 11:01
Fá ekki leyfi og gefa drauminn upp á bátinn Haraldur Þorleifsson og eiginkona hans Margrét Rut Eddudóttir hafa neyðst til þess að setja áætlanir um listamannasetur á Kjalarnesi á ís. 16.6.2023 09:49
Vopnavörðurinn sagður hafa verið þunnur Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana að öllum líkindum hafa verið þunna, þegar hún hlóð leikmyndabyssu með venjulegri byssukúlu. 14.6.2023 23:44
Beyoncé kennt um aukna verðbólgu Verðbólga mældist 9,7 prósent í maí í Svíþjóð, sem er töluvert meira en spáð hafði verið. Verðhækkun hótelgistingar og veitinga leiddi verðlagshækkanir og koma stjórstjörnunnar Beyoncé gæti skýrt hækkunina. 14.6.2023 22:44
Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert. 14.6.2023 22:31
„Húsnæðismálin eru langmikilvægust“ Forseti ASÍ segir að stóra málið í komandi kjarasamningslotu verði að heimilin í landinu haldi kaupmætti sínum. Verkalýðshreyfingin gangi að samningaborðinu með samningsvilja í brjósti en kunni ráð til þess að ná sínu fram, vilji aðrir aðilar vinnumarkaðar ekki semja. 14.6.2023 21:44
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14.6.2023 20:08
Notuðu hvorki sæði né egg við gerð fósturvísa Vísindamenn við Cambridge háskóla í Bretlandi hafa ræktað fósturvísa úr stofnfrumum, alfarið án þess að nota sáðfrumur eða egg. Þróunin er talin vekja upp erfið siðferðis- og lagaleg álitamál. 14.6.2023 19:28
Spilafíkill hafði fjármuni af þroskaskertum mönnum Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir konu sem grunuð er um að hafa svikið 25 milljónir af að minnsta kosti ellefu karlmönnum, þar af sex með þroskaskerðingu. Konan segist haldin alvarlegri spilafíkn. 14.6.2023 18:37