Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Báru kennsl á 27 ára gamlar líkams­leifar á Gil­go ströndinni

Lögregluyfirvöld í Suffolk-sýslu í New York tilkynntu í dag að tekist hefði að bera kennsl á líkamsleifar sem fundust á Gilgo ströndinni á árunum 1996 til 2011. Fyrst fundust fætur í poka og svo bein á árunum 2010 og 2011. Líkamsleifar fjögurra kvenna sem Rex Heuermann er grunaður um að hafa myrt fundust á sama stað.

Á­kærður fyrir að nauðga dóttur sinni í­trekað

Karlmaður á suðvesturhorni landsins hefur verið ákærður fyrir nauðgun, sifjaspell og stórfellt brot í nánu sambandi gegn dóttur sinni. Honum er gefið að sök að hafa nauðgað stúlkunni, sem þá var fimmtán ára, ítrekað yfir hálfs árs tímabil.

Leggst gegn á­formum um þyrlu­flug á Hólms­heiði

Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur varar við hugmyndum um að þyrluflug verði flutt frá Reykjavíkurflugvelli á Hólmsheiði. Þær leysi engan vanda heldur flytji hann einungis til innan svæðisins.

Rænd á af­mælis­daginn og ræninginn gengur laus

Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn.

Braut sér leið út úr klefa eftir að hafa verið rænt

Alríkislögreglu Bandaríkjanna grunar að kona hafi bjargað kynsystrum sínum frá raðkynferðisafbrotamanni og mannræningja, með því að ná að brjóta sér leið út úr klefa á heimili mannsins. Hann er grunaður um kynferðisbrot í fimm ríkjum Bandaríkjanna.

Séra Davíð Þór ráðinn tíma­bundið til Há­teigs­kirkju

Séra Davíð Þór Jónsson hefur verið ráðinn tímabundið til Háteigskirkju. Hann hefur verið í veikindaleyfi frá störfum sínum í Laugarneskirkju síðastliðna níu mánuði en sér fyrir sér að snúa aftur tvíefldur eftir stopp í Háteigskirkju.

Greiðslu­miðlun kosti Ís­lendinga þrisvar sinnum meira en Dani

Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju með áformaða lagasetningu um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn sem þjóni þjóðaröryggi og stuðli að hagkvæmni fyrir neytendur. Samtökin segja það mikið hagsmunamál fyrir neytendur að greiðslumiðlun gangi snurðulaust fyrir sig og helst þannig að almenningur þurfi aldrei að huga að henni.

Sjá meira