Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Byggingar­stig hússins hafi legið fyrir við kaup

Fullyrðingar kaupanda húss í Hafnarfirði, um að logið hafi verið að honum að húsið hafi verið fulltilbúið, virðast ekki halda vatni. Í dómi frá árinu 2013 vegna meintra galla á húsinu segir að óumdeilt sé að fasteignin hafi verið skráð fokheld við kaupin og að það hafi komið fram í sölugögnum.

Hótaði að myrða fyrr­verandi sam­býlis­konu í nálgunar­banni

Karlmaður hefur verið dæmdur til átta mánaða langrar fangelsisvistar fyrir margvísleg brot í nánu sambandi, kynferðisbrot og brot gegn nálgunarbanni með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar.

Efast um á­gæti á­forma um inn­lenda smá­greiðslu­lausn

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa óskað eftir því að náið samráð verði haft við samtökin og aðra hagaðila áður en drög að frumvarpi um að koma á fót innlendri smágreiðslulausn verða lögð fram. Í umsögn samtakanna segir að nú þegar sé fullnægjandi greiðslulausn fyrir hendi.

Bíl­velta á Gullin­brú

Bíll valt á Gullinbrú skömmu fyrir klukkan 14 í dag. Einn hefur verið fluttur á bráðamóttöku.

Biðst af­sökunar á því að hafa ráðið Agnesi

Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, hefur sent formanni kjörstjórnar kirkjuþings, bréf þar sem hún biðst afsökunar á því að hafa gert ráðningarsamning við Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.

Svens kærir á­kvörðun um ó­lög­mætar aug­lýsingar

Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála.

Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að

Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður.

Segist hafa fengið skýra heimild til þátt­töku

Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu.

Sjá meira