Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 10:10 Finnur Árnason, fráfarandi stjórnarformaður Íslandsbanka, fer yfir sátt bankans við Fjármálaeftirlitið. Vísir/Hallgerður Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. Stjórn Íslandsbanka boðaði til hluthafafundar í byrjun mánaðar í kjölfar þess að bankinn samdi við Seðlabanka Íslands um greiðslu sektar upp á 1,2 milljarða króna vegna fjölþættra brota í tengslum við útboð á hlut ríkisins í bankanum. Á fundinum verður kosið í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík auk þess sem hluthöfum verður boðið að taka þátt rafrænt. Mætt er á fundinn fyrir 79,25 prósent hluthafa. Þá er fundurinn opinn öllum til áhorfs í spilaranum hér að neðan: Margir hafa beðið eftir fundinum enda er mikið undir. Ljóst er að miklar breytingar verða á stjórn bankans þar sem þrír stjórnarmenn, þar á meðal formaður og varaformaður stjórnar, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnarmaður sem tók þátt í útboðinu gefur ekki kost á sér. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn og þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu tilnefningarnefndar sem birt var þann 18. júlí. Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en tveir þeirra sitja áfram í stjórn. Þetta eru Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Haukur Örn Birgisson sem kemur nýr inn, og svo Herdís Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til áframhaldandi setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hafi tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka: Linda Jónsdóttir, Frosti Ólafsson, Stefán Pétursson, Valgerður Skúladóttir, og Páll Grétar Steingrímsson sem varamaður. Líkt og fyrr segir er lagt til að Linda og Stefán komi ný inn í stjórn en aðrir eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá hafa þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og eigandi Strategíu, og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf., gefið kost á sér til stjórnarsetu þrátt fyrir að hafa ekki verið tilnefnd. Stór samruni og viðskipti upp á milljarða króna undir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í byrjun mánaðar að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundinum í dag. Ragnar Þór sagði í lok júní að stjórn VR íhugaði alvarlega að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, vegna þeirra brota sem starfsmenn bankans frömdu við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Að hans sögn er VR með milljarða króna í eignastýringu og viðskiptum við bankann. Hann sagðist jafnframt ætla að hvetja Lífeyrissjóð verzlunarmanna til að slíta viðskiptum við bankann sömuleiðis. Breyta þyrfti verulega til í bankanum svo að VR gæti hugsað sér að halda viðskiptum við hann áfram. Þá var viðræðum Íslandsbanka og Kviku banka, um samruna félaganna tveggja, slitið í kjölfar sáttarinnar. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok júní að Íslandsbanki væri eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sæi vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ sagði Marinó Örn. Verði af samruna bankanna tveggja verður um stærsta samruna Íslandssögunnar að ræða og stjórnendur beggja banka hafa sagt að hann myndi hafa mikil samlegðaráhrif og að hann yrði báðum félögum hagstæður. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka boðaði til hluthafafundar í byrjun mánaðar í kjölfar þess að bankinn samdi við Seðlabanka Íslands um greiðslu sektar upp á 1,2 milljarða króna vegna fjölþættra brota í tengslum við útboð á hlut ríkisins í bankanum. Á fundinum verður kosið í stjórn, varastjórn og embætti formanns stjórnar auk þess sem fjallað verður um sátt bankans við Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum Gullteig á Grand hótel Reykjavík auk þess sem hluthöfum verður boðið að taka þátt rafrænt. Mætt er á fundinn fyrir 79,25 prósent hluthafa. Þá er fundurinn opinn öllum til áhorfs í spilaranum hér að neðan: Margir hafa beðið eftir fundinum enda er mikið undir. Ljóst er að miklar breytingar verða á stjórn bankans þar sem þrír stjórnarmenn, þar á meðal formaður og varaformaður stjórnar, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Stjórnarmaður sem tók þátt í útboðinu gefur ekki kost á sér. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt Lindu Jónsdóttur og Stefán Pétursson sem nýja stjórnarmenn og þá leggur valnefnd Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í Íslandsbanka, til að Haukur Örn Birgisson verði kjörinn inn í stjórn. Tilnefningarnefnd leggur til, í samráði við Bankasýslu ríkisins, að Linda verði kjörin nýr formaður stjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu tilnefningarnefndar sem birt var þann 18. júlí. Stjórn Bankasýslu ríkisins tilnefnir þrjá einstaklinga í stjórn bankans og einn varamann en tveir þeirra sitja áfram í stjórn. Þetta eru Anna Þórðardóttir, Agnar Tómas Möller, Haukur Örn Birgisson sem kemur nýr inn, og svo Herdís Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til áframhaldandi setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd Íslandsbanka leggur til að auk þeirra sem stjórn Bankasýslu ríkisins hafi tilnefnt, verði eftirtaldir einstaklingar kjörnir í stjórn Íslandsbanka: Linda Jónsdóttir, Frosti Ólafsson, Stefán Pétursson, Valgerður Skúladóttir, og Páll Grétar Steingrímsson sem varamaður. Líkt og fyrr segir er lagt til að Linda og Stefán komi ný inn í stjórn en aðrir eru tilnefndir til áframhaldandi stjórnarsetu. Þá hafa þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og eigandi Strategíu, og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf., gefið kost á sér til stjórnarsetu þrátt fyrir að hafa ekki verið tilnefnd. Stór samruni og viðskipti upp á milljarða króna undir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í byrjun mánaðar að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundinum í dag. Ragnar Þór sagði í lok júní að stjórn VR íhugaði alvarlega að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, vegna þeirra brota sem starfsmenn bankans frömdu við útboð á um fjórðungs hut ríkisins í bankanum. Að hans sögn er VR með milljarða króna í eignastýringu og viðskiptum við bankann. Hann sagðist jafnframt ætla að hvetja Lífeyrissjóð verzlunarmanna til að slíta viðskiptum við bankann sömuleiðis. Breyta þyrfti verulega til í bankanum svo að VR gæti hugsað sér að halda viðskiptum við hann áfram. Þá var viðræðum Íslandsbanka og Kviku banka, um samruna félaganna tveggja, slitið í kjölfar sáttarinnar. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka. Sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í lok júní að Íslandsbanki væri eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sæi vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. „Það er erfitt að segja akkúrat hvað framtíðin ber í skauti sér en eins og við segjum í tilkynningunni, það er fyrirséð að Íslandsbanki ætlar að halda hluthafafund. Þar verður jafn jafnvel kosin stjórn og ég held að það sé eðlilegt að Íslandsbanki fari í gegnum það og þá er hægt að taka stöðuna,“ sagði Marinó Örn. Verði af samruna bankanna tveggja verður um stærsta samruna Íslandssögunnar að ræða og stjórnendur beggja banka hafa sagt að hann myndi hafa mikil samlegðaráhrif og að hann yrði báðum félögum hagstæður.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira