„Þetta kemur auðvitað ekkert á óvart“ Formaður Eflingar segir ekki koma á óvart að atvinnurekendur segi engin efni til launahækkana. Koma verði til móts við þau lægst launuðu og þannig vinna gegn verðbólgunni. 21.10.2023 14:08
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21.10.2023 12:00
Skaplegra veður í vændum Verulega hefur dregið úr rigningu og vindi og áfram heldur að draga úr í dag, en hvasst og blautt hefur verið víða um land undanfarið. 21.10.2023 09:53
Neyðarbirgðir loks á leið til Gasa Flutningabílum hlöðnum neyðarbirgðum hefur verið hleypt yfir landamæri Egyptalands og Gasastrandarinnar í fyrsta skipti síðan stríð Ísraelsmanna og Hamas hófst fyrir tveimur vikum. 21.10.2023 08:46
Beitti piparúða á dyraverði sem hleyptu honum ekki inn Lögregla aðstoðaði dyraverði skemmtistaðar í miðborginni vegna manns sem hafði spreyjað piparúða á þá, eftir að þeir hleyptu honum ekki inn laust fyrir klukkan 04 í nótt. 21.10.2023 07:36
Íslandsbanki hækkar vexti um allt að 0,8 prósentustig Íslandsbanki mun hækka vexti á inn- og útlánum frá og með mánudegi. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka mest, eða um 0,8 prósentustig. 20.10.2023 15:36
Skrúfa niður í djamminu á Prikinu Mikið stendur til á veitingahúsinu Prikinu í hjarta miðbæjar Reykjavíkur þessa dagana. Staðurinn gengur í gengum endurnýjun lífdaga og verður hér eftir aðeins á einni hæð. Skrúfað verður niður í djamminu sem hefur einkennt starfsemina síðusta áratug. 20.10.2023 14:21
Engin skylda að greiða laun í kvennaverkfalli Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins. 20.10.2023 13:50
Mygla varð til þess að báðum yfirlæknum var sagt upp Báðum yfirlæknum heilsugæslunnar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum en boðið að starfa áfram sem heimilislæknar. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar eftir að áform um að halda úti tveimur heilsugæslustöðvum í bænum runnu út í sandinn. 20.10.2023 11:05
Ellefu ára drengur viðriðinn báðar stíflueyðisárásir Lögregla hefur tekið skýrslur af tveimur drengjum, fæddum árin 2011 og 2012, í tengslum við tvær aðskildar stíflueyðisárásir á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Sá sem er fæddur árið 2012 er viðriðinn báðar árásir. 19.10.2023 16:07