Atvinnurekendur telja engin efni til hækkana Mikill meirihluti aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins telur svigrúm til launahækkana á næsta ári innan við fjögur prósent. Tæplega fjórðungur telur svigrúm á bilinu 0 til 0,9 prósent. 19.10.2023 16:03
Brutu lög með því að dreifa kynlífstækjum um húsið Kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið gerð 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Auglýsingastofan Pipar hlaut íslensku auglýsingaverðlaunin í fyrra. 19.10.2023 13:09
Festi hækkar afkomuspá um hundruð milljóna Samkvæmt drögum að uppgjöri þriðja ársfjórðungs 2023 nemur hagnaður Festi, fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta á fjórðungnum 3,9 milljörðum króna samanborið við 3,1 milljarð króna árið áður, sem er aukning um 0,8 milljarða króna milli ára. 19.10.2023 11:16
Deila um girðingu fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna. 19.10.2023 10:43
Í forstjórastól eftir að hafa setið í öllum mögulegum stólum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Elísabetu Dolindu Ólafsdóttur forstjóra Geislavarna ríkisins frá 1. desember næstkomandi. Frá árinu 2016 hefur hún gegnt starfi aðstoðarforstjóra stofnunarinnar samhliða hlutverkum gæðastjóra og starfsmannastjóra. 18.10.2023 16:22
Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil. 18.10.2023 15:56
Ekki enn ljóst hvort stúlkan hafi hlotið varanlegan skaða Stúlka, sem varð fyrir árás pilta sem hentu stíflueyðisdufti í andlit hennar á mánudagskvöld, dvaldi lengi fram eftir nóttu á bráðadeild þar sem reynt var að bjarga sjón hennar og tryggja að skaði yrði ekki í öndunarfærum. Ekki er enn ljóst hvort stúlkan muni hljóta varanlegan skaða af. 18.10.2023 15:10
Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18.10.2023 14:51
Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. 18.10.2023 11:10
Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. 18.10.2023 10:51