Allt að sex ára fangelsisdómar í stóra skútumálinu Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 4. desember 2023 14:59 Poul, Jonaz og Henry sögðust ekki hafa vitað af hassinu. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að standa að innflutningi á 157 kílóum af hassi. Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans.
Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira