Vildi aftur einn lækka vexti Svo virðist sem Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sé á öndverðum meiði við aðra meðlimi peningastefnunefndar. Annan fund nefndarinnar í röð var hann sá eini sem greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að halda stýrivöxtum óbreyttum. 3.4.2024 16:27
Dæmdur fyrir að skamma níu ára dreng sem hrinti syni hans Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaverndarlagabrot. Hann var sakfelldur fyrir að taka harkalega í níu ára dreng sem hafði verið að stríða syni hans. 3.4.2024 15:31
Síleskt félag Björgólfs í greiðslustöðvun og hann hrynur niður listann Síleskt fjarskiptafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur sótt um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Á nýútgefnum lista Forbes yfir milljarðamæringa í dollurum talið hrynur Björgólfur um ríflega þrjú hundruð sæti. Hann er eftir sem áður eini Íslendingurinn á listanum. 3.4.2024 13:46
Guðmundur Felix býður fram krafta sína Guðmundur Felix Grétarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. 3.4.2024 09:06
Sjálfstæðismenn funda um mögulegt framboð Katrínar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að boða þingflokkinn á fund á morgun í ljósi þeirrar óvissu sem er uppi varðandi mögulegt forsetaframboð forsætisráðherra og áhrif þess. 2.4.2024 14:10
Þarf að bera vitni fyrir framan meintan káfara: Vottorð listmeðferðarfræðings ekki nóg Ung kona þarf að bera vitni fyrir framan mann sem er ákærður fyrir að hafa strokið yfir rass hennar utanklæða á veitingastað þar sem hún var við vinnu. Í staðfestum úrskurði héraðsdóms segir að vottorð listmeðferðarfræðings gefi ekki tilefni til að víkja frá meginreglu um að sakaðar maður fái að hlýða á vitnisburð brotaþola. 2.4.2024 11:49
Enginn handtekinn enn og lögregla þögul sem gröfin Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við ránið í Hamraborg á mánudag síðustu viku. Lögregla segir rannsókn málsins í gangi en heldur spilunum annars þétt að sér. 2.4.2024 10:32
Reikna með 220 milljörðum króna í tekjur Í afkomuspá Icelandair fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að heildartekjur ársins nemi 220 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta rekstrarhagnaði af tekjum. 2.4.2024 10:05
Hryðjuverkaógn stafi helst af einstaklingum Ríkislögreglustjóri segir að hryðjuverkaógn hér á landi stafi fyrst og fremst af einstaklingum sem aðhyllast öfgahyggju og bera hatur til samfélagsins. 2.4.2024 09:06
Haraldur mátti ekki hækka launin en Sigríður ekki heldur lækka þau Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur telur Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. 27.3.2024 16:12