Sögðu upp 82 starfsmönnum Árni Sæberg skrifar 29. maí 2024 15:50 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að á árunum 2021 til 2023 hafi félagið ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn, tekið fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða þrettán nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin hafi einnig skipt sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Erfið ákvörðun „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af mikilli verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Nauðsynlegt að velta öllum steinum Jafnframt ríki óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það sé því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. „Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“ Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að á árunum 2021 til 2023 hafi félagið ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn, tekið fjölda flugvéla aftur í rekstur auk þess að innleiða þrettán nýjar flugvélar í flotann. Góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn og uppbyggingin hafi einnig skipt sköpum fyrir viðspyrnu ferðaþjónustunnar og þar með íslenskt hagkerfi. Erfið ákvörðun „Það er leitt að sjá á eftir góðu fólki og um erfiða ákvörðun er að ræða. Uppbygging félagsins eftir heimsfaraldurinn var mikið átaksverkefni sem stór hópur fólks kom að en nú hefur þessi hraði vöxtur náð ákveðnu jafnvægi. Auk þess standa fyrirtæki á Íslandi frammi fyrir mjög krefjandi rekstrarumhverfi sem hefur einkennst af mikilli verðbólgu og mikilli hækkun launakostnaðar, umfram það sem gerist í samkeppnislöndum okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Nauðsynlegt að velta öllum steinum Jafnframt ríki óvissa um hvernig aðstæður á mörkuðum þróast, ekki síst vegna endurtekinna eldgosa á Reykjanesi. Það sé því nauðsynlegt að velta við öllum steinum til að draga úr kostnaði og auka tekjur með það að markmiði að tryggja samkeppnishæfni og bæta afkomu félagsins til framtíðar. „Ég vil þakka öllu því góða fólki sem nú lætur af störfum fyrir þeirra mikilvæga framlag til Icelandair og óska þeim alls hins besta.“
Icelandair Vinnumarkaður Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. 29. maí 2024 10:40