Katrín með mikið forskot í nýrri könnun Árni Sæberg skrifar 30. maí 2024 16:37 Katrín ætti að vera ánægð með niðurstöður Félagsvísindastofnunar. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands er Katrín Jakobsdóttir með 26,3 prósenta fylgi en næsti maður, Halla Tómasdóttir, með 18,5 prósenta fylgi. Halla Hrund Logadóttir mælist með litlu minna fylgi en nafna hennar, 18,4 prósent. Á vef Félagsvísindastofnunar segir að stofnunin hafi gert þjóðmálakönnun dagana 22. til 30. maí 2024 þar sem fólk var spurt hvern það myndi kjósa sem forseta ef kosið væri í dag. Tekið hafi verið 3.250 manna úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls hafi 1.734 svör borist. Niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi: Katrín Jakobsdóttir skipar efsta sæti listans með 26,3 prósent. Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir skipa annað og þriðja sæti með 18,5 prósent og 18,4 prósent. Þá er Baldur Þórhallsson í fjórða sæti með 16,1 prósent. Fimmta sæti skipar Jón Gnarr með 9,9 prósent og Arnar Þór Jónsson fengi samkvæmt könnuninni 7,1 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu 1,5 prósent eða minna. Katrín nær jafnt til vinstri og hægri Á vef Félagsvísindastofnunar segir að fylgi frambjóðenda hafi verið skoðað nánar eftir aldri, búsetu, kyni og eftir því hvað fólk hyggst kjósa í næstu alþingiskosningum. Katrín Jakobsdóttir höfði jafnmikið til karla og kvenna. Fylgi hennar sé mest meðal eldra fólks og minnst meðal yngsta aldurshópsins. Katrín höfði einkum til fólks í Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi. Hún sé vinsælust meðal þeirra sem hyggjast kjósa núverandi ríkisstjórnarflokka, eða 68,1 prósent þeirra sem hyggjast kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð, 45,8 prósent Sjálfstæðismanna, 39,7 prósent Framsóknarflokksmanna. Þegar fylgi Katrínar var greint eftir því hvar á hinum pólitíska vinstri-hægri kvarða fólk staðsetur sig megi sjá að fylgi hennar dreifist fremur jafnt til hægri og vinstri. Halla Tómasdóttir vinsæl hjá Viðreisnarfólki Halla Tómasdóttir höfði mun meira til kvenna en karla en 23,1 prósent kvenna hyggist kjósa Höllu samanborið við 13,7 prósent karla. Öfugt við Katrínu sé fólk líklegra til að kjósa Höllu eftir því sem það er yngra. Halla sæki fylgi sitt helst til Suðvesturkjördæmis, en 23,8 prósent íbúa kragans hyggist kjósa Höllu. Tæpur þriðjungur þeirra sem ætla að kjósa Viðreisn í næstu kosningum ætli að kjósa Höllu Tómasdóttur. Næst vinsælust sé Halla meðal Sjálfstæðismanna þar sem rúmur fjórðungur þeirra hyggist gefa henni sitt atkvæði. Halla Tómsdóttir höfði meira til þeirra sem staðsetja sig hægra megin á hinum pólitíska kvarða. Halla Hrund vinsælli hjá körlum Halla Hrund Logadóttir sæki fylgi sitt fremur til karla en kvenna þar sem 22,8 prósent karla hyggist kjósa hana en 14,3 prósent kvenna. Halla Hrund höfði heldur til eldri kjósenda en yngri þar sem rétt rúmur fjórðungur 60 ára og eldri hyggist kjósa hana en 14 prósent þeirra sem eru yngri en 30 ára. Íbúar Norðvestur- og Norðausturkjördæmis séu helstu fylgjendur Höllu Hrundar. Hún sæki fylgi sitt nokkuð jafnt á flesta flokka að Vinstri hreyfingunni grænu framboði og Pírötum undanskildum. Halla Hrund höfði nokkuð jafnt til hægri og vinstri á hinum pólitíska kvarða. Ríflega þriðjungur Pírata myndi kjósa Baldur Baldur Þórhallsson sæki fylgi sitt frekar til kvenna en karla, en 19,2 prósent kvenna hyggist kjósa Baldur á meðan 12,8 prósent karla segist munu kjósa hann. Baldur höfðar jafnt til allra aldurshópa nema þeirra elstu. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á öll kjördæmi en þó eigi hann mestu fylgi að fagna í Norðvesturkjördæmi. Baldur sæki fylgi sitt einkum til kjósenda Pírata þar sem 37 prósent þeirra hyggist kjósa hann en einnig sæki hann mikið fylgi til kjósenda Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Baldur höfði einkum til þeirra sem staðsetja sig vinstra megin á hinum pólitíska kvarða. Jón vinsæll í borginni Jón Gnarr höfði ívið meira til karla en kvenna þar sem 11,1 prósent karla en 8,7 prósent kvenna hyggist gefa honum sitt atkvæði. Jón sæki megnið af sínu fylgi til yngri aldurshópa. Jón sé hvað vinsælastur í Reykjavík þar sem hann njóti fylgis 12 prósent kjósenda. Jón sæki fylgi sitt einkum til Pírata þar sem 28,1 prósent hyggist kjósa hann. Jón Gnarr höfði einkum til vinstri sinnaðs fólks. Eldra fólk vill heldur Arnar Þór Arnar Þór Jónsson sæki fylgi sitt aðallega til karla, en 9,3 prósent karlar hyggist kjósa hann en 5 prósent kvenna. Arnar Þór sé vinsælastur í elsta aldurshópnum. Fylgi Arnars Þórs sé mest í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Arnar sé vinsælastur meðal kjósenda Miðflokksins en rétt tæpur þriðjungur þeirra hyggist kjósa Arnar Þór. Arnar Þór sæki fylgi sitt einkum til hægri sinnaðra kjósenda. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Á vef Félagsvísindastofnunar segir að stofnunin hafi gert þjóðmálakönnun dagana 22. til 30. maí 2024 þar sem fólk var spurt hvern það myndi kjósa sem forseta ef kosið væri í dag. Tekið hafi verið 3.250 manna úrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls hafi 1.734 svör borist. Niðurstöður könnunarinnar eru eftirfarandi: Katrín Jakobsdóttir skipar efsta sæti listans með 26,3 prósent. Halla Tómasdóttir og Halla Hrund Logadóttir skipa annað og þriðja sæti með 18,5 prósent og 18,4 prósent. Þá er Baldur Þórhallsson í fjórða sæti með 16,1 prósent. Fimmta sæti skipar Jón Gnarr með 9,9 prósent og Arnar Þór Jónsson fengi samkvæmt könnuninni 7,1 prósent. Aðrir frambjóðendur fengu 1,5 prósent eða minna. Katrín nær jafnt til vinstri og hægri Á vef Félagsvísindastofnunar segir að fylgi frambjóðenda hafi verið skoðað nánar eftir aldri, búsetu, kyni og eftir því hvað fólk hyggst kjósa í næstu alþingiskosningum. Katrín Jakobsdóttir höfði jafnmikið til karla og kvenna. Fylgi hennar sé mest meðal eldra fólks og minnst meðal yngsta aldurshópsins. Katrín höfði einkum til fólks í Suðvestur- og Norðvesturkjördæmi. Hún sé vinsælust meðal þeirra sem hyggjast kjósa núverandi ríkisstjórnarflokka, eða 68,1 prósent þeirra sem hyggjast kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð, 45,8 prósent Sjálfstæðismanna, 39,7 prósent Framsóknarflokksmanna. Þegar fylgi Katrínar var greint eftir því hvar á hinum pólitíska vinstri-hægri kvarða fólk staðsetur sig megi sjá að fylgi hennar dreifist fremur jafnt til hægri og vinstri. Halla Tómasdóttir vinsæl hjá Viðreisnarfólki Halla Tómasdóttir höfði mun meira til kvenna en karla en 23,1 prósent kvenna hyggist kjósa Höllu samanborið við 13,7 prósent karla. Öfugt við Katrínu sé fólk líklegra til að kjósa Höllu eftir því sem það er yngra. Halla sæki fylgi sitt helst til Suðvesturkjördæmis, en 23,8 prósent íbúa kragans hyggist kjósa Höllu. Tæpur þriðjungur þeirra sem ætla að kjósa Viðreisn í næstu kosningum ætli að kjósa Höllu Tómasdóttur. Næst vinsælust sé Halla meðal Sjálfstæðismanna þar sem rúmur fjórðungur þeirra hyggist gefa henni sitt atkvæði. Halla Tómsdóttir höfði meira til þeirra sem staðsetja sig hægra megin á hinum pólitíska kvarða. Halla Hrund vinsælli hjá körlum Halla Hrund Logadóttir sæki fylgi sitt fremur til karla en kvenna þar sem 22,8 prósent karla hyggist kjósa hana en 14,3 prósent kvenna. Halla Hrund höfði heldur til eldri kjósenda en yngri þar sem rétt rúmur fjórðungur 60 ára og eldri hyggist kjósa hana en 14 prósent þeirra sem eru yngri en 30 ára. Íbúar Norðvestur- og Norðausturkjördæmis séu helstu fylgjendur Höllu Hrundar. Hún sæki fylgi sitt nokkuð jafnt á flesta flokka að Vinstri hreyfingunni grænu framboði og Pírötum undanskildum. Halla Hrund höfði nokkuð jafnt til hægri og vinstri á hinum pólitíska kvarða. Ríflega þriðjungur Pírata myndi kjósa Baldur Baldur Þórhallsson sæki fylgi sitt frekar til kvenna en karla, en 19,2 prósent kvenna hyggist kjósa Baldur á meðan 12,8 prósent karla segist munu kjósa hann. Baldur höfðar jafnt til allra aldurshópa nema þeirra elstu. Fylgi Baldurs dreifist nokkuð jafnt á öll kjördæmi en þó eigi hann mestu fylgi að fagna í Norðvesturkjördæmi. Baldur sæki fylgi sitt einkum til kjósenda Pírata þar sem 37 prósent þeirra hyggist kjósa hann en einnig sæki hann mikið fylgi til kjósenda Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Baldur höfði einkum til þeirra sem staðsetja sig vinstra megin á hinum pólitíska kvarða. Jón vinsæll í borginni Jón Gnarr höfði ívið meira til karla en kvenna þar sem 11,1 prósent karla en 8,7 prósent kvenna hyggist gefa honum sitt atkvæði. Jón sæki megnið af sínu fylgi til yngri aldurshópa. Jón sé hvað vinsælastur í Reykjavík þar sem hann njóti fylgis 12 prósent kjósenda. Jón sæki fylgi sitt einkum til Pírata þar sem 28,1 prósent hyggist kjósa hann. Jón Gnarr höfði einkum til vinstri sinnaðs fólks. Eldra fólk vill heldur Arnar Þór Arnar Þór Jónsson sæki fylgi sitt aðallega til karla, en 9,3 prósent karlar hyggist kjósa hann en 5 prósent kvenna. Arnar Þór sé vinsælastur í elsta aldurshópnum. Fylgi Arnars Þórs sé mest í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Arnar sé vinsælastur meðal kjósenda Miðflokksins en rétt tæpur þriðjungur þeirra hyggist kjósa Arnar Þór. Arnar Þór sæki fylgi sitt einkum til hægri sinnaðra kjósenda.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?