Páskaeggin ódýrust í Bónus Verðlagskönnun ASÍ hefur leitt í ljóst að ódýrustu páskaeggin má, í flestum tilfellum, finna í Bónus. 13.4.2019 11:26
Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. 13.4.2019 10:42
Hvassviðrið setur flugsamgöngur enn úr skorðum Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu. 13.4.2019 09:42
„Ísland stolt af því að vera meðal stofnenda mannréttindasjóðs Alþjóðabankans“ Ísland, auk Noregs, Finnlands og Hollands, er stofnaðili að nýjum mannréttindasjóði Alþjóðabankans. Af því tilefni flutti utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, ávarp við stofnun sjóðsins í Washington í kvöld. 12.4.2019 23:29
Ein flugvél situr eftir á Keflavíkurflugvelli Flugi hefur verið aflýst og farþegar einnar flugvélar sitja enn fastir um borð vegna veðurs. 12.4.2019 21:49
21 verkefni fékk styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, veitti 21 verkefni fjárstyrk úr þróunarsjóði innflytjendamála. Heildarfjárhæð styrkjanna nam alls 24 milljónum króna. 12.4.2019 20:16
Níunda Star Wars myndin ber heitið „The Rise of Skywalker“ Aðdáendur Stjörnustríðs-myndanna tóku væntanlega gleði sína í dag þegar stikla úr næstu mynd, sem væntanleg er í kvikmyndahús í lok árs, var birt. Myndin, sem er sú níunda í Star Wars röðinni, mun bera nafnið "The Rise of Skywalker“. 12.4.2019 19:41
Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og ajúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. 12.4.2019 18:26
Bann við þungunarrofi stenst ekki suðurkóreska stjórnarskrá Stjórnarskrárdómstóll Suður-Kóreu úrskurðaði í dag að lög frá árinu 1953, sem banna þungunarrof, stæðust ekki stjórnarskrá. 11.4.2019 23:53
Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11.4.2019 21:34