Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við áfram um morðið í Mehamn í Finnmörku. Við tökum einnig stöðuna á kjaraviðræðum samflots iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara, en fundað var í dag. 28.4.2019 18:00
Lík fannst í ferðatösku á botni stöðuvatns Kýpverska lögreglan fann í dag tvær ferðatöskur í Kokkinolimni-vatni eftir að fjöldamorðinginn Nicos Metaxas hafði greint lögreglu frá því að hann hafi komið fórnarlömbum sínum fyrir í ferðatöskum og varpað þeim ofan í vatnið. 28.4.2019 17:47
Fjórir skíðamenn létust í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum Fjórir þýskir skíðamenn létust eftir að hafa orðið fyrir snjóflóði nærri svissneska bænum Fieschertal síðasta föstudag. 28.4.2019 16:23
Barnið sem kastað var niður hæðir í Mall of America er á batavegi Fimm ára gamall drengur, sem var kastað niður tvær hæðir, í Mall of America verslunarmiðstöðinni í Bloomington í Minnesota í Bandaríkjunum í mánuðinum, er á batavegi. 21.4.2019 00:08
Verja 183 milljónum í hreinsunarstarf eftir Víetnamstríðið Bandaríska þróunarstofnunin USAID, mun verja 183 milljónum dala í hreinsunarátak á herstöðum Bandaríkjanna sem notaðar voru í Víetnamstríðinu 20.4.2019 23:19
Fimm ára hringdi í neyðarlínuna og bað um McDonalds Fimm ára gamall drengur í Michigan í Bandaríkjunum hringdi í Neyðarlínuna ytra af heldur óvenjulegri ástæðu, drengnum langaði svo í McDonalds. 20.4.2019 21:41
Mikið reiðufé fannst á heimili al-Bashir Við húsleit á heimili fyrrverandi forseta Súdan, Omar al-Bashir, sem vikið var úr embætti fyrr í mánuðinum fannst mikið magn reiðufé. 20.4.2019 20:41
Sjö létu lífið í umsátri um afganskt ráðuneyti Tólf létu lífið eftir umsátur árásarmanna um samskiptamálaráðuneyti Afganistan í Kabúl í dag, á meðal þeirra tólf sem létust voru árásarmennirnir fimm. 20.4.2019 20:07
Gulu vestunum bannað að mótmæla við Notre Dame Mótmælendum sem hafa kennt sig við Gulu vestin, verður bannað að athafna sig í nágrenni Notre Dame dómkirkjunnar í París í fyrirhuguðum mótmælum sínum á laugardaginn. 19.4.2019 15:53
Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. 19.4.2019 14:01