Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2019 14:01 Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði. Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður. Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann. „Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr. En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn. Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján. Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti
Akureyri Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Páskar Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira