Trump verður fyrsti gestur nýs Japanskeisara Þrátt fyrir að nýr Japanskeisari hafi ekki tekið við embætti hefur hann ákveðið hvaða þjóðhöfðingja hann býður fyrst í opinbera heimsókn. 19.4.2019 13:37
Mikið rennsli í ám landsins Vegna mikils vatnselgs og leysingar varð að loka við Dettifoss í morgun um óákveðinn tíma og er því Dettifossvegur lokaður þar til talið verður óhætt að hleypa fólki inn á svæðið. Þá er mjög mikið rennsli í flestum ám á landinu vegna hlýinda og leysinga. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að ferðamenn sýni aðgát í nágrenni við þær. 19.4.2019 13:02
Töff skreytingar fyrir heimilið Vala Matt heimsótti fjölmiðlakonuna og stílistann, Þórunni Högnadóttur, en hún hefur áður komið við sögu í Íslandi í dag með sínar ótrúlega hugmyndaríku og fallegu skreytingar fyrir ýmis tilefni. 19.4.2019 11:30
Forseti Íslands fer Píslargöngu umhverfis Mývatn Tæplega hundrað manns, þar á meðal Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, lögðu af stað í hina árlegu Píslargöngu umhverfis Mývatn. Þátttakendur eru ýmist gangandi, á hjólum eða á hjólaskíðum. 19.4.2019 11:02
Lögregla í eftirlitsferð slökkti eld í heimahúsi Eldur kom upp í húsi á Ísafirði í nótt. Lögreglumenn í eftirlitsferð urðu varir við mikinn reyk sem lagði frá húsinu og ræstu út slökkvilið. Í ljós kom að eldur logaði í sólpalli og í timburklæðningu hússins. 19.4.2019 10:44
Ríkisstjórn Malí segir af sér eftir morð á 160 hirðingjum Forsætisráðherra Malí, Soumeylou Boubeye Maiga, hefur ásamt allri ríkisstjórn sinni stigið hliðar eftir að árásum og ofbeldi hafði aukist í landinu á undanförnum vikum. 19.4.2019 10:07
Blaðamaður skotinn til bana í óeirðum í Londonderry Norður-Írskur blaðamaður, Lyra McKee, var í gærkvöld skotin til bana í Londonderry þar sem hún fjallaði um óeirðir sem geisuðu í Creggan-hverfi borgarinnar í gærkvöld. Lögregla rannsakar morðið sem hryðjuverk. McKee varð fyrir skoti sem grímuklædds byssumanns er hún stóð nærri lögreglunni í Londonderry. 19.4.2019 09:06
Þurrt og bjart um landið norðaustanvert, rigning í borginni Útlit er fyrir talsverða rigningu suðaustanlands síðdegis í dag, föstudaginn langa. Suðaustan átt verður ríkjandi á landinu og víða má búast við 13-18 m/s með rigningu eða súld. 19.4.2019 08:27
Greiddu fyrir gistinguna með stolnu greiðslukorti Töluvert var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt föstudagsins langa. 19.4.2019 08:04
Bilun í vél Icelandair í Stokkhólmi Bilun kom upp í flugvél Icelandair sem fara átti frá Arlanda flugvelli í Stokkhólmi til Reykjavíkur. Áætlað er nú að vélin, sem lenda átti í Keflavík klukkan 15:05, lendi á Íslandi 19:05. 18.4.2019 16:16