Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ég held að stuðnings­menn okkar séu stressaðir“

Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. 

And­stæðingar FCK eru „meira en bara pöbbalið“

FC Bruno's Magpies var stofnað á knæpu einni í Gíbraltar og er ekki mjög þekkt nafn í fótboltaheiminum enda ekki nema ellefu ára gamalt. Síðar í dag leikur liðið gegn FC Kaupmannahöfn í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“

„Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Sjá meira