Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. 10.8.2024 08:00
Alfreð stýrði Þýskalandi í úrslitaleik Ólympíuleikanna Þýska handboltalandsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar mun keppa til úrslita á Ólympíuleikunum eftir 25-24 sigur gegn Spáni í æsispennandi undanúrslitaleik. Spánverjar munu því aftur leika um bronsið sem þeir unnu fyrir fjórum árum síðan. 9.8.2024 16:12
Bestu mörkin: Fyrrum Valsari og Víkingur hituðu upp fyrir umferð helgarinnar Mist Rúnarsdóttir hitaði upp fyrir sextándu umferð Bestu deildar kvenna og fékk til sín góða gesti, þær Láru Hafliðadóttur og Rebekku Sverrisdóttur, fyrrum knattspyrnukonur sem sitja í stjórn hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. 9.8.2024 15:30
Snorri Barón: Keppnin heldur áfram með blessun fjölskyldu Lazars „Það undirbýr sig enginn fyrir þetta, þetta er algjörlega óhugsandi að einhver láti lífið í keppni,“ segir umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson, sem staddur er í Texas á heimsleikunum í CrossFit þar sem keppandinn Lazar Đukić drukknaði í gær. 9.8.2024 14:28
Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. 9.8.2024 14:00
Stigameistarinn ræðst í keppni um bikar sem var hannaður í Japan Um helgina fæst úr því skorið hverjir standa uppi sem stigameistarar Golfsambandsins árið 2024 þegar keppni lýkur í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Hvaleyrarbikarinn fer fram hjá Keili og er fimmta og síðasta stigamót sumarsins. Keppni hófst í morgun og eru leiknar 54 holur á þremur dögum. 9.8.2024 12:00
Bruna yfir hálendið á buggy-bíl: „Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert“ Þolaksturskeppnin Can-Am Hill Rally hófst í gær. Þrjátíu keppendur munu yfir helgina aka 490 kílómetra leið yfir hálendi Íslands á fjallajeppum og buggybílum. 9.8.2024 10:31
„Við höfum svosem reynt erfiðu leiðina áður“ „Þetta er búið að vera sagan okkar í heimaleikjum í Evrópukeppnum, búnir að sjá mikið af boltanum en það er refsað fyrir hver einustu mistök og okkur var refsað illilega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Gunnlaugsson eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn Flora Tallinn í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 8.8.2024 20:44
Uppgjörið: Víkingur-Flora Tallinn 1-1 | Svekkjandi jafntefli í fyrri leik einvígisins Víkingur gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Flora Tallinn frá Eistlandi í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Liðin mætast aftur eftir viku og sigurvegarinn einvígisins fer í umspil um sæti í riðlakeppninni í vetur. 8.8.2024 20:30
ÍBR sækir um vottun á Reykjavíkurmaraþoninu sem er að seljast upp Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur sent inn umsókn, eftir að umsóknarfrestur rann út, um vottun Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 24. ágúst. Nær uppselt er í báðar keppnir. Þrátt fyrir að umsóknin hafi borist of seint verður hún tekin til afgreiðslu. 8.8.2024 11:51