Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. maí 2025 07:00 Harry Kane og Eric Dier sungu „We are the champions“ af mikilli innlifun. Harry Langer/DeFodi via Getty Images Harry Kane varð Þýskalandsmeistari í gær og vann þar með fyrsta alvöru titilinn á sínum langa ferli. Markahrókurinn mikli hefur ekki enn handleikið málm en fagnaði titlinum í gærkvöldi með því að syngja lagið „We are the champions“ með Queen. Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil. Þýski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Lagið fræga er reglulega sungið af íþróttamönnum sem vinna til verðlauna, eitthvað sem Harry Kane hafði aldrei gert fyrr en í gær. Gleðin var því gríðarleg þegar leikmenn Bayern tóku lagið saman í gær, hjá Kane sem söng af mikilli innlifun, en engu síður hjá Eric Dier, sem var einnig að fagna sínum fyrsta titli á ferlinum. We are the Champions!! 🏆 pic.twitter.com/YYHC7k6ldU— Harry Kane (@HKane) May 4, 2025 Kane, sem er markahæsti leikmaður Englands og Tottenham frá upphafi, hafði tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar og deildabikarsins á sínum tíma með Tottenham, auk tveggja tapa í úrslitaleikjum á EM með enska landsliðinu. You deserve it, boys! ❤️ #MiaSanMeister pic.twitter.com/HJ1fEEnPkY— FC Bayern (@FCBayernEN) May 4, 2025 Hann gekk til liðs við Bayern fyrir síðasta tímabil og treysti væntanlega á öruggan titil enda liðið orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð þar áður. Bayer Leverkusen kom hins vegar í veg fyrir það með hreint ótrúlegu, taplausu tímabili. Þrátt fyrir að Kane hafi sett markamet og skorað 36 mörk í deildinni. Hann hefur ekki verið eins drjúgur í markaskorun á þessu tímabili, aðeins með 24 mörk þegar tveir leikir eru eftir, en veltir sér líklega lítið upp úr því. Vegna þess að eftir rúmlega sjö hundruð leiki á sínum ferli fyrir félags- og landslið er Harry Kane loksins orðinn meistari og laus við þann vonda stimpil að hafa aldrei unnið titil.
Þýski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira