Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Trump segir Rudy Giuliani kominn með Covid-19

Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur greinst með Covid-19. Frá þessu greinir Trump á Twitter.

Netflix segir nei við ráðherra og bróður Díönu

Netflix hefur engin áform um að bæta við fyrirvara á sjónvarpsseríunni The Crown þar sem fram komi að dramatíska þáttaröðin um bresku konungsfjölskylduna sé skáldskapur. AP greinir frá.

Laufabrauðstaco frá Hvammstanga var ljómandi gott

Sumir steikja laufabrauð á hefðbundna mátann og svo eru aðrir sem hugsa út fyrir kassann og úr verður laufabrauðstaco. Andri P. Guðmundsson frá Hvammstanga birti í dag mynd af tilraunastarfsemi sinni í Húnaþingi vestra og ekki stóð á viðbrögðunum.

„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður í Landsréttarmálinu kallar eftir viðbrögðum frá ríkissaksóknara í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu, þess efnis að Landsréttur hafi verið ólöglega skipaður. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Móðurmissirinn hafi engin áhrif haft á kröfu um afsögn án tafar

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir ríkisstjórnina hafa misst fótanna í Landsréttarmálinu í fyrra og ætlað að láta það snúast um hana sem persónu. Það hafi ekki verið eitthvað sem hún hafi ætlað að sitja undir og því sagt af sér sem dómsmálaráðherra.

27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens

Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu.

Bubbi búinn að selja fyrir rúmar tuttugu milljónir á fimm dögum

Óhætt er að segja að sala á textaverkum Bubba Morthens gangi vel. Um er að ræða textaverk af frumtextum Bubba sem seld eru ýmist í lit eða svart-hvítu og í takmörkuðu upplagi. Bubbi hefur selt á sjöunda hundrað verk síðan sala hófst þann 1. desember. Umboðsmaður Bubba reiknar með að verkin seljist upp á næstunni.

Hvítvínskonan var gestur á neyðarfundi almannavarna

Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben og Sóla á Stöð 2 í gærkvöldi. Hjálmar nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum auk þess sem hann treður reglulega upp í veislum í hlutverki hvítvínskonunnar svokölluðu.

Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum

Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag.

Sjá meira