Látinn laus eftir samræður við lögreglu Lögreglan á Austurlandi telur ekki ástæðu til frekari aðgerða gagnvart manninum sem sagður er hafa hótað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. 22.12.2020 16:22
Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. 22.12.2020 16:13
Fá milljarð frá Kópavogi vegna eignarnáms á Vatnsenda Kópavogsbær hefur verið dæmdur til að greiða dánarbúi Sigurðar K. Hjaltested 968 milljónir vegna eignarnáms Kópavogsbæjar í landi Vatnsenda árið 2007. Dómur var kveðinn upp í gær. Vextir frá árinu 2010 bætast við fyrrnefnda upphæð. 22.12.2020 13:41
Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. 22.12.2020 12:34
Yfirdeildin staðfesti að ríkið hefði ekki brotið á Gesti og Ragnari Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í morgun fyrri dóm dómstólsins í málinu. 22.12.2020 10:24
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22.12.2020 09:54
Átta sig fyrst núna á hve hræðilegt þetta var - og er Seyðfirðingarnir Bryndís Steinþórsdóttir og Stefán Ómar Magnússon sneru aftur heim til sín í dag eftir að bærinn var rýmdur á föstudag. Þau segja það hafa verið erfitt að koma aftur og sjá það sem blasir við. 21.12.2020 16:17
Bein útsending: Íbúafundur fyrir Seyðfirðinga Sveitafélagið Múlaþing boðar til íbúafundar fyrir Seyðfirðinga klukkan 16 í dag. Tilgangurinn með fundinum er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála og gefa þeim kost á að koma á framfæri fyrirspurnum sem veitt verða svör við á fundinum sé þess kostur. 21.12.2020 15:35
Ætlar að huga að jólamatnum og „hygge sig“ Hermann Svavarsson Seyðfirðingur beið komu sonar síns á Hótel hérað í dag en til stendur að halda aftur á Seyðisfjörð í dag. Aur og drulla er í námunda við hús hans á Seyðisfirði sem stendur þó enn. 21.12.2020 15:02
Sakna þess að leika við vini sína á Seyðisfirði Frændsystkinin Aron Elvarsson tíu ára og Júlía Steinunn Ísleifsdóttir tólf ára reikna með því að mega fara heim til sín á Seyðisfjörð og sækja nauðsynjavörur í dag. Þau voru í heimsókn hjá vinkonu sinni að spila tölvuleik á föstudag þegar skriður féllu í bænum og rafmagnið fór af. 21.12.2020 15:01