Icelandair selur tvær Boeing 737 MAX 9 og semur um leigu Icelandair skrifaði í dag undir samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við Sky Aero Management (SKY Leasing). Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til fjölmiðla en flugfélagið hefur sent tilkynnt um viðskiptin til Kauphallar. 24.12.2020 23:41
Gleðileg jól, kæru lesendur Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kveðjunni fylgja nokkrar jólamyndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í desember. 24.12.2020 16:00
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24.12.2020 15:17
Bjarni Ben í Ásmundarsal þar sem lögregla leysti upp samkvæmi Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, var staddur í gleðskap í Ásmundarsal sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. 24.12.2020 09:50
Skoska fyrirsætan Stella Tennant látin Skoska fyrirsætan Stella Tennant er látin fimmtug að aldri. Fjölskylda hennar staðfestir andlátið í tilkynningu. „Stella var yndisleg kona og mikill innblástur fyrir okkur öll. Hennar verður sárt saknað,“ segir í tilkynningunni. Hún hafi látist í gær og andlát hennar borið brátt að. 23.12.2020 15:38
Arnar heill á húfi erlendis Arnar Sveinsson, 32 ára karlmaður sem lögreglan á Austurlandi lýsti eftir í byrjun desember, er kominn í leitirnar. Frá þessu er greint á heimasíðu lögreglunnar. Þar kemur fram að hann sé erlendis og heill á húfi. 23.12.2020 13:33
Friðargangan blásin af en fólk hvatt til að kveikja á kerti Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda árlegu Friðargönguna að þessu sinni sökum samkomutakmarkana á kórónuveirutímum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum. 23.12.2020 13:13
Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. 23.12.2020 12:09
Gefa einstæðum mæðrum og heimilislausum gjafabréf í tuga tali Læknar af lyflækningasviði Landspítalans gáfu áttatíu gjafabréf sín í skóbúð til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin. Fleiri deildar söfnuðu gjafabréfum, sem eru jólagjöf til starfsmanna, saman og gáfu til góðgerðarmála, svo sem Hjálparstofnunar Kirkjunnar. 23.12.2020 11:53
Kveðjur til Seyðfirðinga og innlegg til Rauða krossins frá öllum heimshornum Fólk frá öllum heimshornum leggur til krónur, sumir í þúsundatali, í söfnuninni Seyðisfjörður Emergency á heimasíðu Rauða krossins. Garðar nokkur Ólafsson efndi til söfnunarinnar og var markmiðið sett á hundrað þúsund krónur. Nú hafa safnast 4,6 milljónir króna en söfnunin stendur til 17. janúar. 23.12.2020 10:13