Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Erla, Karl Ólafur og Leifur til Hvíta hússins

Erla María Árnadóttir, Karl Ólafur Hallbjörnsson og Leifur Wilberg Orrason eru nýir starfsmenn hjá Hvíta húsinu. Í tilkynningu kemur fram að með nýjum ráðningum sé verið að styðja við vöxt félagsins og mæta auknum umsvifum í starfseminni.

Risadagur í Kauphöllinni hjá Icelandair eftir flökkusöguhelgi

Viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair voru 444 talsins í dag sem er fjórði stærsti dagurinn í fjölda viðskipta frá hlutafjárútboðinu síðastliðið haust og sá stærsti á árinu 2021. Veltan nam 544 milljónum króna svo meðalstærð viðskipta var 1,2 milljónir króna.

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.

Skóla­stjórinn í Ás­lands­skóla í ó­tíma­bundið leyfi

Skólastjóri í Áslandsskóla er kominn í ótímabundið veikindaleyfi eftir að frá því var greint að honum hefði verið vikið frá störfum við dómgæslu í körfubolta eftir óviðeigandi skilaboðasendingar til leikmanns í kvennaflokki. Fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að verið sé að skoða heildarmynd málsins en bærinn hafi fengið viðbrögð frá starfsfólki og foreldrum í skólanum undanfarna daga.

Enn ekkert heyrst frá John Snorra

Tæplega þrjátíu klukkustundir eru liðnar síðan John Snorri Sigurjónsson og ferðafélagar hans lögðu af stað úr þriðju búðum lokaáfangann áleiðis á topp K2 í Pakistan. Þeir lögðu fjórir af stað en einn í hópnum sneri við á leiðinni vegna vandamála með súrefniskútinn hans.

Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku.

Sjá meira