Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali fyrr í dag að viðræður við Pfizer væru ekki á þeim stað að tilefni væri að segja frá þeim. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist bíða samningsdraga frá Pfizer. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13