Þórólfur væntir samningsdraga frá Pfizer Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í viðtali fyrr í dag að viðræður við Pfizer væru ekki á þeim stað að tilefni væri að segja frá þeim. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist bíða samningsdraga frá Pfizer. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kannast ekki við að neinn samningur sé í höfn við lyfjaframleiðandann Pfizer. Hann segist bíða eftir samningsdrögum frá lyfjaframleiðandanum og í framhaldinu verði að taka afstöðu til þess hvort samningurinn sé ásættanlegur fyrir Íslands. Fundur er fyrirhugaður í næstu viku. Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Hávær orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga að samningur við Pfizer sé í höfn og að því sé von á mörg hundruð þúsund skömmtum af bóluefninu til landsins svo hægt verði að framkvæma rannsóknina. Þessi orðrómur var til umræðu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem Þórólfur var gestur. Þáttastjórnendur sögðu orðróminn það háværan að samningur væri sagður í höfn og jafnvel komin dagsetning á komu bóluefnis til landsins. „Það er undarlegt. Ég veit um enga dagsetningu og engan samning. Ég hef ekki séð nein drög, það hafa engin samningsdrög komið,“ sagði Þórólfur. Hann viti ekki hvaðan þessi orðrómur sé kominn um dagsetningar og annað slíkt. „Það eina sem ég get sagt er að ekkert af því sem þið eruð að tala um er rétt,“ sagði Þórólfur. „Við erum í samskiptum við Pfizer og munum eiga með þeim fund í næstu viku. Við erum að bíða eftir þessum samningsdrögum sem við vonumst til að fá sem fyrst. Þá vitum við meira hvar við stöndum og þurfum að taka afstöðu til þess. Það er bara ekki komið.“ Hann segist þó jákvæður á verkefnið og rannsóknina. „Tengiliðir okkar við Pfizer sem við höfum rætt við hafa verið mjög jákvæðir. Það er kannski ekki nóg,“ segir Þórólfur. „Þetta mál kemst ekki í neina höfn fyrr en við fáum samning og sjáum um hvað málið snýst raunverulega og endanlega. Það er ekki fyrr en við fáum samningsdrög í hendurna.“ Málið verði bara að skýrast. „Það er það sem við erum að bíða eftir að við fáum einhvern samning eða samningsdrög sem við getum þá skoðað. Er þetta ásættanlegt eða ekki? Menn taka afstöðu til þess. Þá endar þetta annaðhvort með já eða nei. Þá er bara málið komið í höfn og allir fá að vita hvernig það er. En þangað til er ekkert meira um það að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33 Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15 Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Svandís um viðræður við Pfizer: „Ekkert sem að hægt er að segja frá“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir boltann hjá lyfjaframleiðandanum Pfizer varðandi mögulegan samning við Ísland um mikið magn bóluefnis sem gæti borist til Íslands í rannsóknarskyni. Þannig mætti bólusetja stóran hluta þjóðarinnar á skömmum tíma. 5. febrúar 2021 13:33
Bóluefni AstraZeneca gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi Bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19 verður gefið fólki yngra en 65 ára hér á landi, líkt og gert verður í Þýskalandi, Svíþjóð, Frakklandi og Noregi. 4. febrúar 2021 11:15
Rannsaka virkni þess að gefa sitthvort bóluefnið í fyrri og seinni skammt Vísindamenn við Oxford-háskóla í Bretlandi ætla að rannsaka hvort það gefist eins vel að gefa fólki sitthvort bóluefnið gegn Covid-19 í fyrri og seinni sprautu bólusetningar í stað þess að gefa sama bóluefnið tvisvar líkt og nú er gert. 4. febrúar 2021 07:13