Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal

Slökkviliðsmenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu hraðar hendur og vinna nú hörðum höndum að því að slökkva eld í sinu í Úlfarsárdal í Reykjavík. Töluverðan reyk leggur yfir Grafarholtið sem sést víða að á höfuðborgarsvæðinu.

Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra

Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir.

Þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu

Þrír Íslendingar eru á meðal 26 sem hafa verið ákærðir í Samherjamálinu svokallaða sem er til meðferðar hjá yfirvöldum í Namibíu. Um er að ræða þá Ingvar Júlíusson, fjármálstjóra Samherja á Kýpur og í Afríku, Egil Helga Árnason, framkvæmdastjóra Mermaria Seafood Namibia, og Aðalstein Helgason fyrrverandi starfsmann Samherja.

Grunaður byssumaður losnar úr varðhaldi

Karlmaður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra losnar úr gæsluvarðhaldi klukkan fjögur í dag. Héraðssaksóknari taldi ekki grundvöll til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum.

Krár og skemmtistaðir fá að hafa opið til klukkan 22

Krár, skemmtistaðir og spilakassasalir mega frá og með mánudeginum 8. febrúar hafa opið til klukkan 22 á kvöldin eins og veitingastaðir. Fjöldatakmörk í sviðslistum, útförum og fleira aukast úr 100 í 150. Þá fá fleiri að sækja líkamsræktarstöðvar. Áfram er tveggja metra regla í landinu og almennt miðað við tuttugu manna samkomubann.

Bein útsending: Opinn fundur Viðreisnar um biðlistavandann

Viðreisn stendur fyrir opnum fundi um biðlistavandann, kostnaðinn sem honum fylgir og mögulegar lausnir. Stjórnmálaflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi gert talsverðar breytingar á heilbrigðiskerfinu sem engum dyljist að hafi mikil áhrif á notendur og starfsfólk. Þar séu óljós markmið og slakur undirbúningur sérstaklega gagnrýnd.

Svandís ræddi tillögur Þórólfs

Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sitja nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra eru meðal annars á dagskrá.

Svandís fór með tillögur Þórólfs á ríkisstjórnarfundinn

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði seint í gærkvöldi með tillögum sínum um næstu skref í aðgerðum hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta staðfestir Iðunn Garðarsdóttir aðstoðarmaður ráðherra í samtali við Vísi.

Bein útsending: Fyrsta framkvæmdalota Borgarlínu kynnt

Frumdrög að fyrstu framkvæmdalotu Borgarlínunnar eru komin út þar sem kynntar eru fyrstu heildstæðu tillögur að útfærslu borgarlínuframkvæmda, frá Ártúnshöfða að Hamraborg, sem er fyrsta framkvæmdalota Borgarlínunnar.

Sjá meira